KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
mán 20.mar 2023 18:30
Vegferðin hefst þar sem henni mun vonandi ljúka Þann 14. júní á næsta ári verður opnunarleikur Evrópumótsins á Allianz Arena í München. Þýskaland heldur mótið og Ísland stefnir á að vera með, það er yfirlýst markmið hópsins og þjálfarateymisins.

Það er því kannski vel við hæfi að vegferðin hefjist í Þýskalandi en landsliðið er komið saman hér í München þar sem það mun æfa áður en flogið verður yfir til Bosníu og Hersegóvínu á miðvikudaginn. Meðal annars verður æft á æfingasvæði sem notað er af kvennaliði og yngri liðum stórliðsins Bayern München. Þjóðverjar eru þekktir fyrir að vera með allt á hreinu og allar aðstæður því framúrskarandi. Meira »
sun 25.sep 2022 10:25
Förum bara samt á EM Sú ákvörðun að láta ekki einhverja af þeim sjö leikmönnum í A-landsliðshópnum sem eru á U21 aldri minnka augljóslega möguleika Íslands á að komast í lokakeppni EM. En útilokar þá hinsvegar alls ekki.

U21 liðið er með fullt af hæfileikaríkum mönnum sem hafa sýnt gæði sín í undankeppninni, liðið er vel skipulagt og getur spilað frábæran fótbolta. Í allri umræðunni er þetta punktur sem má ekki gleymast, eins og Kristall Máni Ingason bendir á. Meira »
fim 07.apr 2022 22:30
Baráttan um Belgrad er baráttan um Serbíu Einn hatrammasti nágrannaslagur heims milli Rauða Stjörnunnar og Partizan í Serbíu. Maður hefur oft hugsað út í það að einn daginn verði maður að upplifa viðureign þessara liða. Sú hugsun mín hefur ágerst allsvakalega eftir gærdaginn.

Með því að elta kvennalandsliðið gafst tækifæri á að kíkja á heimaleik hjá Rauðu Stjörnunni, bikarleik gegn TSC Bačka Topola. Bikarinn í Serbíu trekkir ekki jafn mikið að og deildin og Marakana völlurinn, eins og heimamenn kalla hann, var tómlegur um að litast meðan leikurinn fór fram.

En fyrir aftan annað markið, þar sem heitustu stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar halda sig, myndaðist góður og hávær hópur. Það voru sprengjur, það voru blys, hávær söngur, klósettpappír var kastað og slökkviliðsmenn og hermenn í viðbragðsstöðu á þessum niðurgrafna leikvangi.

Stemningin gaf sterkar vísbendingar um það hvernig andrúmsloftið er á Belgradslagnum, ef maður er sæmilegur í margföldun. Hitinn í leiknum sjálfum var býsna mikill og næstum hver einasti maður í starfsliðum beggja liða fékk að líta spjald, gult eða rautt. Meira »
mið 06.okt 2021 10:07
Þjóðin gerir kröfu á sigur þó þjálfarinn geri það ekki Það kveður við nýjan tón hjá íslenska landsliðinu og ummæli Arnars Þórs Viðarssonar á fréttamannafundi í gær um að þjálfararnir myndu aldrei gera kröfu á sigur hafa fallið í ansi grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum.

„Nei, við gerum aldrei kröfu á sigur," sagði Arnar meðal annars á fundinum. Það skal þó enginn efast um að stefnan hjá Arnari sé sett á að vinna leikinn gegn Armeníu á föstudag: „Við trúum því að við getum tekið þrjú stig út úr næsta leik og við einbeitum okkur að því núna." Meira »
mið 09.jún 2021 12:50
Jákvæður haustverkur fyrir Arnar Vináttulandsleikir hafa í gegnum ár gullkynslóðar Íslands ekki verið merkilegur tebolli. Liðið hefur skinið skærast þegar sem mest er undir og í gegnum tíðina hafa flestir þeir sem fengu tækifæri í vináttuleikjunum ekki náð að gera tilkall í að brjóta sér leið inn í liðið.

Sú umræða var oftast ríkjandi eftir vináttulandsleiki að þeir þóttu sýna og sanna að staða okkar burðarása væri óhagganleg. Það varð óumdeilt hvernig okkar besta lið væri skipað. Meira »
mið 06.maí 2020 18:44
Kjánalegt að bíða á grænu ljósi Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og verðandi Fálkaorðuhafi sagði á fréttamannafundi í dag að næsta skref í afléttun yrði 25. maí. Frá og með þeim degi gefa stjórnvöld grænt ljós á að kappleikir í meistaraflokki fari fram.

Stefnt hefur verið á að Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er þá tæpum þremur vikum eftir að deildin gæti í raun og veru hafist.

Til hvers að eyða bestu vikum sumarsins í að bíða eftir því að mótið hefjist þegar leyfilegt er að hefja leik og þríeykið telur það öruggt? Meira »
þri 14.apr 2020 23:30
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Man Utd 2 - 0 Arsenal Í Covid ástandinu hefur verið vinsælt að rifja upp góðar minningar úr fótbolta með því að skrifa um leik sem er í uppáhaldi. Í síðustu viku birtist pisill frá Guðmundi Aðalsteini þar sem hann rifjaði upp leik sem hann gleymir seint. Ég tek nú við keflinu. Meira »
sun 29.mar 2020 21:02
Ekki samstíga Fótboltaæfingar flokkast auðvitað ekki sem eitt af stóru málunum í dag.

En ljóst er að íslensk fótboltafélög túlka fyrirmæli ÍSÍ um æfingabann á mjög misjafnan hátt og þörf á að skerpa á þeim.

Eftir að hafa rætt við fjölmarga stjórnendur félaga og þjálfara um helgina þá er greinilegt að fólk er ekki samstíga í því að túlka fyrirmæli um það hvað sé bannað og hvað ekki.

Hvað telst skipulögð æfing? Má hafa æfingar þar sem hópnum er skipt í hluta undir stjórn þjálfara og fjarlægðar milli einstaklinga gætt? Má hafa einstaklingsæfingar undir stjórn þjálfara? Til dæmis markmannsþjálfara? Má láta leikmenn hafa áhöld til æfinga á gervigrasi? Má hafa gervigrasvelli opna til æfinga? Meira »
sun 17.nóv 2019 09:25
Skyldusigur í fátækasta landi Evrópu Í kvöld lýkur keppni í H-riðli undankeppni EM. Ísland á lokaleik í Moldóvu, fátækasta landi Evrópu. Flestir í íslenska hópnum eru í Moldóvu í fyrsta sinn enda er þetta það land í álfunni sem fær fæsta ferðamenn í heimsókn.

Þegar rölt er um höfuðborgina er fátæktin augljós. Viðhald á mannvirkjum er lítið sem ekkert og betlarar algengir. Í vissum hverfum líður manni eins og maður hafi farið í gegnum tímavél.

Ólgan í stjórnmálunum er mikil en skipt var um forsætisráðherra deginum áður en íslenska landsliðið flaug hingað frá Istanbúl. Meira »
mán 11.nóv 2019 08:05
Mun endurtekin uppskrift í Antalya búa til sömu niðurstöðu? Tyrkland og Ísland mætast á fimmtudaginn í undankeppni EM en leikurinn fer fram á heimavelli Galatasaray í Istanbúl.

Undirbúningur Íslands fer þó fram á öðrum stað hér í Tyrklandi, á Belek svæðinu í Antalya sem liggur við Miðjarðarhafið og er frægur sumarleyfisstaður. Hér skín sólin, hitinn er um 28 gráður.

Þá er hér frábær íþróttaaðstaða, hellingur af æfingavöllum og flottum hótelum, enda koma hingað mörg stór evrópsk félög á undirbúningstímabilinu og í vetrarhléum.

Þá er allt morandi í golfvöllum en um liðna helgi var keppt í Evrópumótaröðinni í golfi hér í Belek. Englendingurinn Tyrrell Hatton stóð uppi sem sigurvegari á lokadeginum í gær eftir bráðabana sem spilaður var í flóðlýsingu.

Íslenska liðið hefur góða reynslu af þessu svæði. Liðið gistir á sama hóteli og æfir á sama velli og það gerði í undirbúningi fyrir leikinn gegn Tyrkjum sem var í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Þá vannst stórkostlegur 3-0 sigur þar sem Ísland steig stærsta skrefið í átt að lokakeppni HM í Rússlandi.

Erfitt er að vonast eftir sömu niðurstöðu en Ísland hefur haft góð tök á tyrkneska liðin í gegnum árin og sigur í Istanbúl gefur okkur veika von um að komast á EM í gegnum riðilinn. Flestir búast þó við að umspil á næsta ári verði raunin. Meira »