Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
KDA KDA
 
mán 05.jún 2023 10:40 Aðsendir pistlar
Ástæður þess að ég hætti að dæma Árið 2006 var ég 18 ára og tiltölulega nýhættur að æfa knattspyrnu vegna meiðsla en fótbolti var mitt helsta áhugamál. Ég ákvað að fara þá leið að fá dómararéttindi og byrja dæma leiki hjá liðinu sem ég æfði með. Ég vildi halda tengslunum við fótbolta og liðið mitt og fannst þetta góð hvatning til að halda mér í góðu líkamlegu ástandi. Ég var frekar spenntur fyrir þessu öllu. Eins og gefur að skilja þá byrjaði ég að dæma hjá yngstu flokkunum en fljótlega var ég byrjaður að dæma hjá 2., 3. og 4. flokki karla og kvenna ásamt því að dæma æfingaleiki hjá meistaraflokkunum.

En þegar ég hugsa um þau tæpu fjögur ár sem ég dæmdi knattspyrnuleiki get ég ekki sagt að minningarnar séu fullar af gleði. Því miður. Meira »
fim 18.maí 2023 11:28 Garðar Örn Hinriksson
Þetta er bara helvítis fótbolti!

Hverju ert þú að reyna að breyta þegar þú ákveður að hreyta ljótum orðum í dómarann úr stúkunni? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú ákveður að hlaupa inn á völlinn og ætlar að rjúka í dómarann og láta hann finna fyrir því? Hverju ætlar þú að breyta þegar þú hótar dómara lífláti? Eru þetta réttu aðferðirnar til að fá betri dómgæslu?

Meira »
fim 27.apr 2023 08:00 Aðsendir pistlar
Gerðu það bara, ekki bíða eftir breytingum Í sumar kemur út bókarkafli eftir undirritaðann og Hafrúnu Kristjánsdóttur í bókinni Football in the Nordic Countries sem gefin er út af Routledge. Honum er ætlað að varpa ljósi á jákvæðar breytingar í viðhorfi íslensks almennings til knattspyrnu kvenna síðan kvennalandsliðið varð fyrsta A landslið Íslands í knattspyrnu til að komast á stórmót árið 2009. Þó að enn sé ýmislegt óunnið í jafnréttismálum innan knattspyrnunnar, hefur þó margt breyst til hins betra hraðar en víðast annars staðar. Meira »
mán 24.apr 2023 08:00 Matthías Freyr Matthíasson
Velkomin til Wrexham

Nú til dags er það ekkert óalgengt að við sjáum sjónvarps- og kvikmyndastjörnur eða jafnvel aðrar stjörnur úr öðrum íþróttum fjárfesta í enskum knattspyrnufélögum. Hinsvegar held ég að það hafi komið flestum á óvart þegar fréttir bárust af því snemma ársins 2021 að Ryan Reynolds (Deadpool m.a) og Rob McElhenny (It´s Always Sunny in Philadelphia m.a.) hafi keypt velska fótboltaklúbbinn Wrexham AFC.

Meira »
mán 27.mar 2023 08:10 Elvar Geir Magnússon
Svekkelsi og suðupunktur Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður talaði beint frá hjartanu í viðtölum eftir 7-0 sigurinn gegn Liechtenstein í gær. Hann vildi lítið ræða skyldusigurinn gegn dvergríkinu, þó miskunnarlaust íslenska liðið hafi svo sannarlega keyrt rækilega á andstæðinga sína.

Þegar talið verður upp úr pokanum í lokin eru allar líkur á því að þessi 7-0 sigur skipti í raun engu máli, þó hann hafi nært sálina í gær. Liechtenstein er það hrikalega lélegt lið að allir keppinautar okkar munu sækja fullt hús gegn því. Meira »
lau 25.mar 2023 17:55 Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein Ég og Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, fengum okkur sæti á Marée veitingastaðnum í Vaduz í dag og spáðum í spilin fyrir það hvernig líklegt byrjunarlið Íslands verður gegn Liechtenstein á morgun.

Þetta var niðurstaðan: Meira »
fös 24.mar 2023 15:37 Elvar Geir Magnússon
Á bláþræði Fyrrum formaður KSÍ ákvað að veðja á Arnar Þór Viðarsson, hann setti allt sitt traust á Arnar og ráðningin áhugaverð í ljósi þess að ferilskrá hans í þjálfun var afskaplega stutt og snubbótt ef miðað er við forvera hans. En Arnar gerði vel með U21 liðið, kom með ferska vinda að mörgu leyti og það heillaði greinilega KSÍ.

Síðan eru liðnir 27 mánuðir. Meira »
mið 22.mar 2023 11:18 Elvar Geir Magnússon
Fangelsisborgin framundan Í þessum skrifuðu orðum er íslenska landsliðið að taka sína síðustu æfingu hér í München, áður en haldið verður með einkaflugi til Bosníu síðar í dag.

Allir leikmennirnir í hópnum taka þátt í æfingunni, þar á meðal markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem kallaður var inn eftir að Elías Rafn Ólafsson varð fyrir höfuðmeiðslum á æfingu.

Flogið verður til Sarajevo, höfuðborgarinna í hinu fagra og fjalllenta landi Bosníu og Hersegóvínu, en þar mun liðið gista. Það eru 53 kílómetrar í Zenica, borgina þar sem leikurinn sjálfur mun fara fram. Meira »
mið 22.mar 2023 09:00 Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hvar mun Gulli Victor spila? Undankeppnin fyrir EM í Þýskalandi 2024 er að fara af stað. Annað kvöld klukkan 19:45 leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica.

Snemma í þessum mánuði setti Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, saman mögulegt byrjunarlið Íslands en síðan þá hefur Sverrir Ingi Ingason, sem hefði pottþétt byrjað í hjarta varnarinnar, þurft að draga sig út úr hópnum. Meira »
mán 20.mar 2023 18:30 Elvar Geir Magnússon
Vegferðin hefst þar sem henni mun vonandi ljúka Þann 14. júní á næsta ári verður opnunarleikur Evrópumótsins á Allianz Arena í München. Þýskaland heldur mótið og Ísland stefnir á að vera með, það er yfirlýst markmið hópsins og þjálfarateymisins.

Það er því kannski vel við hæfi að vegferðin hefjist í Þýskalandi en landsliðið er komið saman hér í München þar sem það mun æfa áður en flogið verður yfir til Bosníu og Hersegóvínu á miðvikudaginn. Meðal annars verður æft á æfingasvæði sem notað er af kvennaliði og yngri liðum stórliðsins Bayern München. Þjóðverjar eru þekktir fyrir að vera með allt á hreinu og allar aðstæður því framúrskarandi. Meira »
fim 09.mar 2023 17:11 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svona gæti hópurinn litið út: Búið að taka samtalið? Næsta miðvikudag verður landsliðshópurinn fyrir komandi leiki gegn Bosníu/Hersegóvínu og Liechtenstein opinberaður. Fyrr í þessa viku setti undirritaður saman mögulegt byrjunarlið.

Nú er komið að því að horfa á hópinn í heild, gengið út frá að 23 manna hópur verði niðurstaðan hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni. Allt til gamans gert auðvitað. Meira »
mán 06.mar 2023 16:30 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verða reynsluboltar færðir til á vellinum? Eftir rúmlega tvær vikur hefst undankeppnin fyrir EM 2024 og í fyrsta leik verður andstæðingur íslenska liðsins Bosnía/Hersegóvína. Leikurinn fer fram í Zenica í Bosníu þann 23. mars.

Eins og athygli var vakin á fyrr í dag verður Aron Einar Gunnarsson í banni í leiknum þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Albaníu síðasta haust í síðasta keppnisleik landsliðsins. Í ríflega áratug var Aron með fasta stöðu í landsliðinu sem djúpur miðjumaður fyrir framan vörnina. Eftir endurkomuna síðasta haust hefur hann hins vegar spilað sem miðvörður eins og hann gerir með félagsliði sínu Al Arabi í Katar. Staða djúps miðjumanns hefur verið vandræðastaða undanfarin ár. Meira »
fös 20.jan 2023 13:20 Gylfi Þór Orrason
Borið í bakkafullan lækinn Líklega er 11. grein knattspyrnulaganna um rangstöðu sú sem í gegnum tíðina hefur orðið tilefni heitustu deilnanna og háværustu upphrópananna. Þó lagagreinin sjálf láti ekki mikið yfir sér virðist einstaklega auðvelt að mistúlka og misskilja hana. Reyndar virðist oft vera himin og haf á milli þess sem ákvæði lagagreinarinnar þýða í raun og veru og þess sem margir þjálfarar, leikmenn og sparkspekingar telja að þau þýði. Meira »
mið 16.nóv 2022 07:00 Aðsendir pistlar
Afmælisferð Arsenal klúbbsins - Hittu Martin Ödegaard

15. október 1982 stofnuðu þeir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson Arsenalklúbbinn á Íslandi. Arsenalklúbburinn varð því 40 ára þann 15. október í haust.

Meira »
mið 09.nóv 2022 12:11 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvar er Willum? Það vakti athygli þegar landsliðshópurinn fyrir Eystrasaltsbikarinn var tilkynntur í gær. Nokkur nöfn sem hafa verið viðloðin hópinn á þessu ári voru ekki á lista. Hægt er að nefna Jón Daða Böðvarsson, Alfreð Finnbogason, Hjört Hermannsson, Albert Guðmundsson, Guðlaug Victor Pálsson og svo var enginn Willum Þór Willumsson.

Alfreð glímir við meiðsli, Guðlaugur Victor dró sig út úr hópnum á dögunum og landsliðsþjálfarinn tjáði sig um Albert Guðmundsson fyrir síðasta landsliðsverkefni. Meira »
mán 10.okt 2022 12:00 Hafliði Breiðfjörð
KISS

Eitt af því besta við fótboltann var alltaf hvað allt mótafyrirkomulag var einfalt og auðvelt að skilja. Lið mættust bara heima og að heiman og sá sem hafði besta stöðu eftir leikina stóð uppi sem sigurvegari.

Meira »
fim 29.sep 2022 15:00 Aðsendir pistlar
Slaufun í boði ÍSÍ, KSÍ og ráðherra

Að starfa fyrir íþróttafélag sem sjálfboðaliði er alla jafna gefandi og skemmtilegt. Það hef ég gert síðustu rúmlega 30 árin fyrir mitt litla félag í litlu samfélagi þar sem ég hef gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, allt frá formanni félagsins, starfi gjaldkera, meðstjórnanda eða einfaldlega sem starfsmaður á plani. 

Meira »
sun 25.sep 2022 10:25 Elvar Geir Magnússon
Förum bara samt á EM Sú ákvörðun að láta ekki einhverja af þeim sjö leikmönnum í A-landsliðshópnum sem eru á U21 aldri minnka augljóslega möguleika Íslands á að komast í lokakeppni EM. En útilokar þá hinsvegar alls ekki.

U21 liðið er með fullt af hæfileikaríkum mönnum sem hafa sýnt gæði sín í undankeppninni, liðið er vel skipulagt og getur spilað frábæran fótbolta. Í allri umræðunni er þetta punktur sem má ekki gleymast, eins og Kristall Máni Ingason bendir á. Meira »
mið 24.ágú 2022 08:00 Alexander Ágúst Mar Sigurðsson
  Klefamenning í efstu deild á Íslandi: Það skiptir máli hverjir eru leiðtogar

Hugtakið klefamenning kom víða upp í umræðu um #metoo og ásakanir á hendur íslenskum landsliðsmönnum í knattspyrnu árið 2021. Þó að hugtakið sé víða notað eru fræðimenn ekki sammála um inntak þess. 

Meira »
mið 10.ágú 2022 11:36 Aðsendir pistlar
Leikmenn og þjálfarar ljúga

Það skal taka það fram strax í byrjun að ég veit það sama og lesendur Fótbolta.net um hvað gerðist á milli Arnars Grétarsonar þjálfara KA og Sveins Arnarsonar í og eftir leik KA gegn KR á dögunum. 

Meira »