Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
þri 15.okt 2019 11:30
Gleðst yfir því að hafa haft rangt fyrir mér Það var gaman að vera viðstaddur þá stund á Laugardalsvellinum í gær þegar Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með því að skora seinna mark Íslands í sigrinum gegn Andorra. Ég viðurkenni að ekki eru margir mánuðir síðan ég taldi nær útilokað að þessi stund myndi koma. Meira »
mán 07.okt 2019 08:00
Djúp fótboltalægð yfir Eystrasaltinu Það er fótboltakrísa hjá Eystrasaltslöndunum. Eistland og Lettland eru bæði stigalaus á botni sinna riðla í undankeppni EM karla. Litháen er einnig á botninum í sínum riðli, með aðeins eitt stig.

Vinsælasta íþróttagrein heims er ekki að ná sömu vinsældum í Eystrasaltinu og hún hefur víðast annarstaðar.

Á ferðum mínum um Eistland hefur reynst erfitt að finna staði sem sýna fótboltann í beinni. Sportbarirnir eru gjarnari á að sýna skíðaíþróttir og körfubolta.

Fótbolti er heldur ekki meðal efstu íþróttagreina á blaðinu yfir þær vinsælustu í Lettlandi. Í Litháen er talsverður fótboltaáhugi en hann snýr aðallega að áhorfi á erlendar fótboltadeildir.

Mætingin á deildakeppnirnar í löndunum er ekki ýkja merkileg og þar hefur spilling og hagræðing úrslita, sem hefur verið vandamál í þessum löndum, allt annað en hjálpað. Svartur blettur á íþróttinni og fótboltaáhugamenn hafa lítinn áhuga á að mæta á leiki þar sem úrslitin eru ákveðin fyrirfram.

Félagsliðin ná ekki að gera sig gildandi í alþjóðlegum mótum og dapur árangur landsliðanna stuðlar alls ekki að því að kveikja áhuga. Meira »
sun 06.okt 2019 21:00
Landsleikur við vettvang voðaverka Íslenska kvennalandsliðið er vant því að koma til ýmissa borga og bæja í Evrópu sem seint geta talist til þekktustu staða álfunnar. Þó kvennafótbolti sé grein sem fer ört vaxandi er staðan þannig hjá mörgum löndum að kvennalandsliðið spilar sjaldan í stærstu borgunum og á bestu leikvöngunum.

Stelpurnar okkar leika útileik gegn Lettlandi í undankeppni EM á þriðjudaginn en leikurinn fer fram í borg sem ber nafnið Liepaja. Þetta er þó alls ekkert krummaskuð, hér búa 70 þúsund manns og er þetta þriðja stærsta borg landsins. Meira »
þri 26.mar 2019 08:00
Hamren nær ekki að sannfæra þjóðina Það hefðu nær öll lið heims tapað fyrir Frökkum í gær og þó 4-0 sé leiðinlega stórt tap þá er staðreyndin sú að Ísland var aldrei að fara að ná einhverju frá heimsmeisturunum í þessum ham.

Sama hver taktíkin hefði verið og þó Jói Berg hefði verið heill.

Krafan úr þessum landsleikjaglugga, þrjú stig, náðust og líklegt að innbyrðis viðureignir gegn Tyrklandi ráði úrslitum um hvort liðið fylgi Frökkum beint á EM allstaðar. Við erum inni á brautinni í þessari undankeppni þó Þjóðadeildinni hafi verið sturtað niður í klósettið fyrir áramót. Meira »
sun 24.mar 2019 10:12
Kunnugir staðháttum Íslenska landsliðið mætti til Parísar í gærkvöldi, eftir að hafa æft fyrr um daginn í Andorra og borðað í Barcelona þaðan sem flogið var.

Heimsóknin í borg ástarinnar verður mjög snörp því æft verður á keppnisvellinum, Stade de France, í dag og leikurinn fer fram annað kvöld. Meira »
mið 28.nóv 2018 14:00
Leiðin að landsliðsþjálfarasætinu opnaðist í Kaplakrika Mikið svekkelsi ríkti í Kaplakrika eftir 2-2 jafntefli gegn Dundalk frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar þann 20. júlí 2016. Dundalk komst áfram á fleiri útivallarmörkum en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

FH var farið að finna lyktina af möguleika á riðlakeppni í Evrópu en þessi naumi ósigur tryggði Dundalk leið sem það nýtti sér til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Árangur Dundalk, sem í umræðunni var kallað írskt pöbbalið, vakti mikla og verðskuldaða athygli en í riðlinum vann liðið Maccabi Tel-Aviv og varð fyrsta írska liðið til að vinna leik í riðlakeppni í Evrópu.

Skyndilega var lið frá 39 þúsund manna bæ, lið sem hafði spilað fyrir framan 226 áhorfendur, að spila Evrópuleik á þjóðarleikvangi Írlands fyrir framan 30 þúsund manns. Meira »
fös 12.okt 2018 08:25
Tilkynning um að síðasti gluggi hafi verið frávik Það var nærandi fyrir sálina að sjá íslenska landsliðið sýna aftur sitt rétta andlit í Frakklandi í gær. Eina leiðin fyrir leikmenn að svara efasemdarröddum eftir skell septembergluggans var að gera það inni á vellinum. Heima hjá heimsmeisturunum var fínn vettvangur til að „gefa út tilkynningu".

Strax í leikslok var maður svekktur að sjá Ísland ekki leggja heimsmeistarana. Það hefði tekist hefðu lykilmenn verið látnir spila lengur en það var rétt ákvörðun Hamren að láta ekki freistast til þess, það er jú mótsleikur á mánudaginn.

Frammistaðan var glæsileg. Frábært er að endurheimta Jóa Berg og Alfreð, Kári kemur með yfirvegun inn í vörnina og sýndi að það er nóg eftir á tanknum og Rúnar Alex sýndi bestu frammistöðu sína með A-landsliðinu. Jákvæðu punktarnir voru margir.

Leikurinn var settur upp sem sýning hjá franska landsliðinu í norðvesturhluta landsins. Heimsmeistarabikarinn var með í för og nú áttu m-rkin að flæða.

Eini leikmaður Frakklands sem setti upp sýningu var Kylian Mbappe. Fyrir leikinn var ég spenntur að sjá þennan geggjaða fótboltamnn en eftir leikinn þakkaði ég fyrir að hann hafi ekki spilað stærri hluta af leiknum!

Íslenska liðið sýndi mikla baráttu og oft á tíðum flotta spilamennsku. Heimamenn voru pirraðir, bæði inni á vellinum og í stúkunni. Þetta átti ekki að vera á dagskránni.

Nú er bara að fylgja þessu eftir gegn Sviss og þó tap gæti verið niðurstaðan á mánudag þá vonast maður að sjá áframhaldandi vísbendingar um að gleðinni sé ekki lokið og framundan á næsta ári sé jákvæð undankeppni fyrir EM allstaðar. Meira »
fim 04.okt 2018 17:10
Kastar Hamren kjúklingum í djúpu laugina? Á morgun mun Erik Hamren opinbera sinn annan landsliðshóp og ljóst er að það verða talsverðar breytingar frá fyrsta hópnum. Ljót úrslit síðasta landsleikjaglugga, endurkoma lykilmanna af meiðslalistanum og ungir leikmenn sem banka á dyrnar eru helstu ástæður.

Komandi leikir eru ekki auðvaldara verkefni en þeir síðustu. Heimsmeistarar Frakka með alla sína sterkustu menn og svo Sviss aftur. Þungavigt. Velgengni íslenskra leikmanna á undanförnum dögum gefur þó vonandi góð fyrirheit. Meira »
fim 27.sep 2018 13:10
Lokaumferð á laugardag - Hvað getur gerst? Á laugardag verður flautað til leiksloka í Pepsi-deildinni þetta tímabilið. Kraftaverk þarf til að Valur vinni ekki titilinn og ljóst er hvaða lið falla en þó eru enn ýmsir punktar sem ég hlakka til að fylgjast með í lokaumferðinni.

Ég setti saman stuttan pistil um hvern leik í lokaumferðinni og hvet ykkur til að fylgjast með á Fótbolta.net og einnig í beinni útvarpslýsingu á X977 á laugardag! Meira »
mið 15.ágú 2018 14:18 Elvar Geir Magnússon
Þarf að gera betur í að vernda þá sem gefa leiknum gildi Dómgæslan á Íslandsmótinu í sumar hefur verið góð. Þegar á heildina er litið er eiginlega merkilegt hversu góð dómgæslan hefur verið miðað við þær miklu breytingar sem hafa verið á dómarahópnum á skömmum tíma.

Dómarahópurinn er of fámennur en fjórir aðaldómarar hafa verið að taka sitt fyrsta alvöru tímabil í Pepsi-deild karla og allir staðið sig vel.

En það er einn hluti sem mér finnst að betur mætti fara í dómgæslunni í Pepsi-deildinni. Mér finnst bestu fótboltamenn deildarinnar, leikmennirnir sem rífa skemmtanagildið upp, ekki fá nægilega vernd.

Í íslensku deildinni eru ekki margir leikmenn sem falla í þennan flokk. Köllum hann töfraflokkinn. Meira »