Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
   mið 02. september 2015 14:10
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Eiður Smári: Hollendingar búast við flugeldasýningu
Icelandair
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen er einn af fáum leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem voru í liðinu í 2-0 tapi gegn Hollendingum í október árið 2008. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nú er Ísland fimm stigum á undan Hollendingum í undankeppni EM.

„Það er allt annað uppi á teningnum. Við erum í mun betri stöðu og það er mun jákvæðari stemning í kringum íslenska landsliðið," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

;,Það helst kannski í hendur við úrslit. Auðvitað er alltaf erfitt að koma til Hollands og spila við hollenska liðið sem er gríðarlega sterkt. Það er alveg sama hvaða lið kemur hingað, það þarf að eiga frábæran leik til að ná í úrslit."

Hollendingar eru í þriðja sæti riðilsins með tíu stig eftir sex leiki. „Öll pressan er á þeim. Þeir verða að vinna okkur. Það getur á einhverjum tímapunkti í leiknum hjálpað okkur. Hollenska þjóðin býst við einhverju af liðinu, hun býst við flugeldasýningu og hefna fyrir leikinn á Íslandi. Við þurfum að vera skipulagðir og leyfa þeim ekki að komast á flug, Þegar líða tekur á leikinn þá munu opnast fyrir okkar möguleikar og við þurfum að nýta okkur það."

Ísland er á toppnum með fimmtán stig og margir eru farnir að horfa á EM í Frakklandi á næsta ári. „Við höfum líklega aldrei verið jafn nálægt en það er samt ennþá langt í land. Það eru mörg stór skref eftir. Því fleiri leiki sem við spilum og því fleiri leiki sem við vinnum þá tökum við skref í áttina."

Eiður Smári mætir nýklipptur í leikinn á morgun en hann var einn af leikmönnum sem fóru í klippingu hjá hinum þekkta Hanni Hanna.

„Það þurfti ekki mikið að klippa hjá mér. Það þurfti rétt svo að renna yfir þetta," sagði Eiður Smári léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal við Eið Smára.
Athugasemdir
banner
banner