Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mið 02. september 2015 14:10
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Eiður Smári: Hollendingar búast við flugeldasýningu
Icelandair
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen er einn af fáum leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem voru í liðinu í 2-0 tapi gegn Hollendingum í október árið 2008. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nú er Ísland fimm stigum á undan Hollendingum í undankeppni EM.

„Það er allt annað uppi á teningnum. Við erum í mun betri stöðu og það er mun jákvæðari stemning í kringum íslenska landsliðið," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

;,Það helst kannski í hendur við úrslit. Auðvitað er alltaf erfitt að koma til Hollands og spila við hollenska liðið sem er gríðarlega sterkt. Það er alveg sama hvaða lið kemur hingað, það þarf að eiga frábæran leik til að ná í úrslit."

Hollendingar eru í þriðja sæti riðilsins með tíu stig eftir sex leiki. „Öll pressan er á þeim. Þeir verða að vinna okkur. Það getur á einhverjum tímapunkti í leiknum hjálpað okkur. Hollenska þjóðin býst við einhverju af liðinu, hun býst við flugeldasýningu og hefna fyrir leikinn á Íslandi. Við þurfum að vera skipulagðir og leyfa þeim ekki að komast á flug, Þegar líða tekur á leikinn þá munu opnast fyrir okkar möguleikar og við þurfum að nýta okkur það."

Ísland er á toppnum með fimmtán stig og margir eru farnir að horfa á EM í Frakklandi á næsta ári. „Við höfum líklega aldrei verið jafn nálægt en það er samt ennþá langt í land. Það eru mörg stór skref eftir. Því fleiri leiki sem við spilum og því fleiri leiki sem við vinnum þá tökum við skref í áttina."

Eiður Smári mætir nýklipptur í leikinn á morgun en hann var einn af leikmönnum sem fóru í klippingu hjá hinum þekkta Hanni Hanna.

„Það þurfti ekki mikið að klippa hjá mér. Það þurfti rétt svo að renna yfir þetta," sagði Eiður Smári léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal við Eið Smára.
Athugasemdir
banner