Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. ágúst 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Gluggadagurinn hjá Man City: Aubameyang kemur ef Alexis kemur ekki
Gunnleifur Gunnleifsson stuðningsmaður Manchester City,
Gunnleifur Gunnleifsson stuðningsmaður Manchester City,
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Bony er að kveðja City.
Bony er að kveðja City.
Mynd: Getty Images
Allt útlit er fyrir að gluggadagurinn á morgun verði sá líflegasti í mörg ár. Fótbolti.net hefur því ákveðið að taka púlsinn á eldheitum stuðningsmönnum stærstu félaganna á Englandi.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks og stuðningsmaður Manchester City, er ánægður með leikmannagluggann hingað til.

„Ég var ánægður með það sem City gerði í sumar," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net í dag.

„City eru betur mannaðir í markvarðar og bakvarða stöðunum með Ederson, Walker, Mendy og Danilo. Helst mundi ég vilja sjá djúpan miðjumann með Yaya og Fernandinho."

Manchester City gæti losað sig við nokkra menn á morgun auk þess sem félagið er að reyna að fá Alexis Sanchez frá Arsenal og Jonny Evans frá WBA.

„Mér finnst líklegt að menn eins og Bony, Delph og Mangala yfirgefi Etihad á láni eða fyrir fullt og allt," sagði Gulli um gluggadaginn á morgun.

„Alexis er líklegur að koma ásamt Jonny Evans, annars ef ég á að giska á eitthvað óvænt, þá giska ég á að Aubameyang komi ef Alexis kemur ekki."

Sjá einnig:
Gluggadagurinn hjá Liverpool: Veðjar á að Coutinho verði kyrr
Gluggadagurinn hjá Tottenham: Við þurfum miklu stærri hóp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner