Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 26. apríl 2018 11:40
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið: Grindavík - FH
Laugardag klukkan 14
Byrjar Gummi Kristjáns í vörninni?
Byrjar Gummi Kristjáns í vörninni?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Færeyingurinn René Joensen.
Færeyingurinn René Joensen.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Bandaríkjamaðurinn Will Daniels.
Bandaríkjamaðurinn Will Daniels.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net heldur áfram að velta fyrir sér mögulegum byrjunarliðum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. FH heimsækir Grindavík á laugardaginn klukkan 14.

Líkleg byrjunarlið:
Valur - KR
Stjarnan - Keflavík



Grindvíkingar hefja lífið í Pepsi-deildinni án Andra Rúnars Bjarnason. Liðið hefur verið öflugt og vel samstillt á undirbúningatímabilinu. Alexander Veigar Þórarinsson er á meiðslalistanum og spilar ekki fyrstu leiki mótsins.

Hér að ofan má sjá líklegt byrjunarlið en Aron Jóhannsson sem kom frá Haukum gerir einnig tilkall. Jóhann Helgi Hannesson kom frá Þór í vetur en hefur ekki náð að finna skotskóna í Grindavíkurbúningnum. Líklegt er að hann byrji á bekknum.



Miðvörðurinn Rennico Clarke missti af síðasta æfingaleik FH fyrir mót þar sem hann var í Jamaíka að ná í pappíra. Hann er ekki kominn með leikheimild þegar þetta er skrifað.

Guðmundur Kristjánsson hefur verið afleysingamaður í vörninni og líklegt að hann verði að byrja mótið þar.

Við spáum sama byrjunarliði og í æfingaleiknum í Vestmannaeyjum þó menn eins og Zeiko Lewis og Atli Guðnason geri einnig sterkt tilkall. Þá hefur Atli Viðar Björnsson verið á skotskónum í vetur en verður væntanlega klár á bekknum. Brandur Olsen kom til félagsins í vikunni en við spáum honum ekki strax í byrjunarliðið. Líklegra er að hann fái sinn fyrsta byrjunarliðsleik gegn ÍR í bikarnum í næstu viku.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner