Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 12. júní 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Roland í 5. skipti á HM - 100% viss á að Ísland geti farið áfram
Icelandair
Roland og Helgi Kolviðsson slá á létta strengi á æfingu í Rússlandi.
Roland og Helgi Kolviðsson slá á létta strengi á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roland ræðir við Heimi Hallgrímsson.
Roland ræðir við Heimi Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af öllum sem koma nálægt íslenska landsliðinu á HM hefur Roland Andersson langmestu reynsluna. Roland er hluti af njósnateymi íslenska landsliðsins á mótinu en hann hjálpar þjálfaraliðinu einnig á æfingum.

Hinn 68 ára gamli Roland er mættur á sitt fimmta heimsmeistaramót. Roland spilaði með sænska landsliðinu á HM í Argentínu 1978. Hann hefur síðan þá farið þrisvar sinnum á mótið sem hluti af þjálfarateymi Svíþjóðar og Nígeríu. Fimmta mótið hjá Roland er núna framundan með Íslandi.

„Ég er ánægður með að vera hér. Ég elska starfsliðið, leikmennina og andrúmsloftið í kringum það. Það var líka frábær reynsla að vera með liðinu í Frakklandi fyrir tveimur árum," sagði Roland við Fótbolta.net í gær.

Kortleggur Nígeríu
Roland var aðstoðarþjálfari Lars Lagerback þegar sá síðarnefndi þjálfaði Nígeríu á HM 2010. Roland er með það verkefni að kortleggja nígeríska landsliðið fyrir leikinn í Volgograd í næstu viku.

„Það eru átta ár síðan ég var með Nígeríu og það er bara einn leikmaður eftir síðan þá, það er (John Obi) Mikel. Allir leiðtogarnir í kringum liðið eru ennþá þarna en þeir eru ekki að fara að spila. Ég sá Nígeríu spila við England í síðustu viku og þekki liðið nokkuð vel. Ég get gefið Heimi (Hallgrímssyni), Helga (Kolviðssyni) og aðilum í kringum liðið góðar upplýsingar."

Til í að vera í Rússlandi fram að jólum
Roland hóf störf hjá íslenska landsliðinu árið 2012 þegar Lars Lagerback var ráðinn til starfa. Hann hefur því tekið þátt í uppganginum í íslenskum fótbolta og er bjartsýnn fyrir HM.

„Þið sýnduð í Frakklandi og í undankeppninni að þið eruð topplið. Það eina sem skiptir máli er að komast upp úr riðlinum og ég er 100% viss um að þið getið það. Þetta er auðvitað jafn og erfiður riðill en hin liðin eiga eftir að reita stig af hvort öðru. Það eru frábærir möguleikar á að komast áfram," sagði Roland sem vonar að íslenska liðið verði sem lengst í Rússlandi.

„Ég ætla að vera hér fram að jólum," sagði Roland léttur í bragði. „Ég elska að vera hérna og vil vera hér sem lengst."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner