Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 16. nóvember 2010 11:47
Þórður Már Sigfússon
IFK Gautaborg með augastað á tveimur íslenskum varnarmönnum
Jón Guðni Fjóluson (til hægri).
Jón Guðni Fjóluson (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg er með Framarann Jón Guðna Fjóluson og Blikann Elfar Freyr Helgason undir smásjánni og gætu báðir farið þangað til reynslu áður en langt um líður.

Forráðamenn Gautaborgarliðsins gera fastlega ráð fyrir því að Ragnar Sigurðsson yfirgefi herbúðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar og eru Jón Guðni og Elfar Freyr á óskalistanum sem arftakar Ragnars auk annarra leikmanna.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net er sænski miðvörðurinn Mikael Antonsson, sem er á mála hjá FC Kaupmannahöfn, efstur á óskalistanum en mikill áhugi er fyrir hendi að skoða íslensku leikmennina sem eru báðir U-21 árs landsliðsmenn.

Báðir leikmennirnir hafa verið á faraldsfæti undanfarnar vikur þar sem Jón Guðni hefur dvalið við æfingar hjá FC Bayern og PSV og Elfar Freyr verið til reynslu hjá Íslendingaliði Reading og AEK frá Aþenu.

Íslendingar hafa verið fyrirferðarmiklir hjá IFK Gautaborg undanfarin ár en í dag eru fjórir á mála hjá félaginu, þeir Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason auk Ragnars með aðalliðinu og Arnar Bragi Bergsson sem spilar með unglingaliði félagsins.

Eins og Fótbolti.net hefur greint frá undanfarna daga hefur ísraelska liðið Maccabi Haifa sýnt Ragnari áhuga aftur eftir að hafa mistekist að næla í leikmanninn í sumar.
banner
banner