Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. desember 2010 23:29
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Benítez með afarkosti: Styðjið mig eða rekið mig
Rafael Benítez.
Rafael Benítez.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Inter Milan sem gerði lið sitt að Heimsmeisturum félagsliða í kvöld sagði eftir leikinn að félagið eigi þrjá kosti, styðja sig og styrkja hópinn, sætta sig við slakari árangur, eða reka sig.

Gengi Inter Milan hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu en liðið er 13 stigum á eftir toppliði AC Milan þó þeir eigi reyndar tvo leiki til góða á þá.

,,Það eru þrír möguleikar fyrir félagið," sagði Benítez eftir leikinn í gær.

,,Sá fyrsti er 100% stuðningur við þjálfarann og kaupa fjóra eða fimm leikmenn til að búa til sterkara lið þar sem samkeppni er meðal leikmanna til að halda áfram að vinna leiki og titla."

,,Annar er að halda áfram án markmiða, án þess að planleggja framtíðina og kenna einum manni um, allt tímabilið og fara fram í maí svona."

,,Þriðji er að tala við umboðsmanninn minn og komast að samkomulagi ef það er ekki stuðningur. Einfalt."

banner
banner