Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. desember 2010 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Express 
Eiði Smára líkt við búðing - Enn of þungur og ekkert með um jólin
Mynd: Getty Images
Enska daglbaðið Sunday Express segir í blaði sínu í dag að Eiður Smári Guðjohnsen muni ekkert spila með Stoke City yfir jólahátíðarnar og hefur eftir Tony Pulis knattspyrnustjóra liðasins að Eiður sé enn of feitur.

Eiður Smári gekk til liðs við Stoke City í sumar og hefur lítið sem ekkert fengið að spila með liðinu enda hefur Pulis ítrekað sagt hann of þungan.

Hann hefur enn ekki verið í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni með Stoke og aðeins komið fimm sinnum inná sem varamaður.

Hann spilaði síðast í leik gegn West Ham í Carling Cup í síðasta mánuði.

Express segir að Eiður Smári hafi fengið nýtt gælunafn, ,,Pudjohnsen," og er þar verið að leika sér með enska orðið pudding sem þýðir búðingur.

,,Það er mjög mikilvægt að Eiður komist á sama stig og allir hinir," sagði Pulis við blaðið.

,,Þegar þú kaupir leikmann eins og Eið þá viltu virkilega koma honum í liðið en leikmaðurinn verður að vera í formi."

,,Við erum að vonast til þess að hann verði mikilvægur leikmaður því við borgum háar fjárhæðir. Þyngd Eiðs er enn aðeins meiri en hún ætti að vera. Hraði úrvalsdeildarinnar er slíkur að þú þarft að vera 100%"


Blaðið segir að eini möguleiki Eiðs á að taka þátt í leiknum gegn Blackburn í dag sé með því að sitja á bekknum.
banner
banner
banner
banner