Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. desember 2010 21:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com 
AC Milan staðfestir að Ronaldinho fari í janúar
Ronaldinho er á förum frá AC Milan.
Ronaldinho er á förum frá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan hefur staðfest að Ronaldinho muni yfirgefa félagið í janúar en þetta varð ljóst eftir fund félagsins með Roberto de Assis bróður og umboðsmanni leikmannsins.

Ronaldinho sem er þrítugur hefur verið orðaður frá félaginu enda lítið spilað á tímabilinu undir stjórn Massimiliano Allegri og Antonio Cassano var að koma frá Sampdoria.

,,Við komumst sameiginlega að niðurstöðu um að Ronaldinho yfirgefi Milan í janúar. Núna hafði hann engan áhuga á að æfa því honum fannst hann ekki lengur hluti af verkefninu," sagði Adriano Galliani framkvæmdstjóri AC Milan við Sky Sports.

,,Núna mun hann snúa aftur til Brasilíu og verða seldur. Til hverra? Þeirra sem bjóða hæsta upphæð."

Ronaldinho hafði komið til félagsins frá Barcelona á 18,5 milljónir evra árið 2008.
banner