Heimild: BBC
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Poweade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í enska boltanum.
Tottenham er á eftir úrúgvæska framherjanum Luis Suarez en talið er að Ajax vilji fá 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. (The Independent)
Newcastle vill fá Wayne Bridge á láni frá Manchester City og þá hefur félagið einnig áhuga á Robbie Keane framherja Tottenham. (Daily Mail)
Liverpool vill fá hollenska kantmanninn Eljero Elia frá Hamburg en Lacina Traore, Daniel Sturridge og Luis Suarez eru einnig á óskalistanum. (Daily Mirror)
Everton mun reyna að fá Michael Owen frá Manchester United. (Caughtoffside.com)
Chelsea ætlar að reyna að fá Neven Subotic varnarmann Borussia Dortmund. (Caughtoffside.com)
Alan Pardew, stjóri Newcastle, ætlar að halda fund með forráðamönnum félagsins í dag til að ræða leikmannamál. Pardew vill fá David Bentley frá Tottenham. (Daily Mirror)
Everton og West Ham eru að berjast um að fá Dieumerci Mbokani á láni frá Monaco. (Daily Mail)
Wolves ætlar að bjóða 500 þúsund pund í Adam Hammill kantmann Barnsley. (Daily Mirror)
Juventus er á eftir Daniel Agger varnarmanni Liverpool. (Imscouting.com)
Liverpool óttast að tapa fyrir Napoli í baráttunni um Ricky van Wolfswinkel framherja Utreht. (Talksport)
Bolton er eitt af mörgum félögum sem vill fá danska miðjumanninn Michael Silberbauer. Bolton hefur einnig áhuga á Carlos Vela framherja Arsenal. (Talksport)
Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, er hissa á að liðið sé á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa gert sjö jafntefli í níu útileikjum. (The Sun)
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, mun fá aukapening hjá Roman Abramovich til leikmannakaupa í þessum mánuði. Ancelotti fær þó ekki peninginn fyrr en hann verður búinn að ræða vel og lengi við Abramovich um það sem hefur farið úrskeiðis að undanförnu. (Daily Express)
Manuel Almunia verður frá næstu tvær til þrjár vikurnar vegna ökklameiðsla sem þýðir að hann er búinn að leika sinn síðasta leik með Arsenal. Almunia gæti farið heim til Spánar þar sem Malaga og Atletico Madrid hafa sýnt áhuga. (Daily Telegraph)
Dennis Bergkamp, fyrrum framherji Arsenal, hefur verið ráðinn þjálfari unglingaliðs Ajax eftir að Frank de Boer tók við aðalliðinu. (Daily Mail)
Jurgen Klopp, þjálfari Dortmund, segist ekki hafa fengið tilboð frá Liverpool. (The Guardian)