Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. janúar 2011 18:40
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Reuters 
Keegan: Liverpool var á niðurleið löngu fyrir tíma Hodgson
Kevin Keegan hefur komið Roy Hodgson til varnar.
Kevin Keegan hefur komið Roy Hodgson til varnar.
Mynd: Getty Images
Kevin Keegan goðsögn Liverpool segir að félagið hafi verið á niðurleið í mörg ár og að ekki eigi að kenna knattspyrnustjóranum Roy Hodgson um slæmt gengi liðsins á þessu tímabili.

3-1 tap liðsins gegn Blackburn í gærkvöldi var níunda tap þeirra í deildinni á tímabilinu og eru þeir nú í tólfta sætinu, einungis fjórum stigum frá fallsæti.

Keegan hefur sjálfur fengið að kynnast pressunni sem fylgir því að stýra knattspyrnuliði og er hann ekki hrifinn af þeim sem vilja gera Hodgson að blóraböggli hjá Liverpool.

„Ef þú vinnur leiki og spilar hræðilega, þá er allt í lagi. En ef þú tapar og spilar vel er það hræðilegt," sagði Keegan.

„Það verður að líta lengra en til Roy Hodgson til að sjá hvar hlutirnir fóru að fara úrskeiðis hjá Liverpool. Félagið hefur verið á niðurleið í að minnsta kosti sex til sjö ár, jafnvel lengur."

„Vandamálið er það að vegna sögu félagsins eru væntingar stuðningsmannanna allt of háar miðað við þann leikmannahóp sem liðið hefur yfir að ráða. Leikmennirnir sem eru þarna núna geta ekki staðið undir þeim væntingum sem voru settar í fortíðinni."

banner
banner
banner
banner