Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 17. janúar 2011 08:28
Magnús Már Einarsson
Gilles Mbang Ondo til Stabæk (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Gilles Mbang Ondo, framherji Grindvíkinga, hefur gengið til liðs við Stabæk í Noregi. Ondo hefur leikið með Grindavík frá því árið 2008 og skorað 33 mörk í 55 leikjum. Hann varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar með fjórtán mörk.

Ondo skrifaði undir tveggja ára samning við Stabæk en mörg félög hafa sýnt honum áhuga undanfarna mánuði.

Þessi 25 ára gamli leikmaður var meðal annars á reynslu í Ástralíu í nóvember auk þess sem félög í Búlgaríu og Ísrael hafa sýnt honum áhuga.

,,Ég átti frábæran tíma hjá Grindavík og á Íslandi. Ég hitti mikið af góðu fólki eins og Scott Ramsay og alla liðsfélaga mína," sagði Ondo við Fótbolta.net.

,,Ég er mjög ánægður því að það var markmið mitt þegar ég kom til Íslands að fara í stærri deild og núna er það klárt. Ég er mjög ánægður og mun leggja hart að mér til að ná ennþá lengra."

,,Ég vil þakka innilega því fólki sem hafði trú á mér, sérstkalega Milan Stefán Jankovic sem er besti þjálfarinn sem ég hef haft hingað til. Hann á stóran þátt í því að ég er hér í dag."

,,Grindavík verður alltaf í hjarta mínu og ég mun alltaf fylgjast með úrslitum þeirra og bróðir minn (Loic Ondo) spilar líka með þeim svo Ondo er ennþá þar."


Hjá Stabæk hittir Ondo þrjá íslenska leikmenn en það eru Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason og Veigar Páll Gunnarsson.
banner
banner