banner
   þri 18. janúar 2011 13:40
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur Íslands fyrir EM í Futsal
Guðmundur Steinarsson er einn reynslumesti leikmaðurinn í liðinu.
Guðmundur Steinarsson er einn reynslumesti leikmaðurinn í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Willum Þór Þórsson tilkynnti nú rétt í þessu landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM í Futsal.

Willum valdi 15 manna hóp en riðill Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann tilkynnti einig að Ejub Puricevic og Zoran Daníel Ljubicic verða aðstoðarmenn hans með liðið.

Ísland mætir Lettlandi á föstudag, Armeníu á laugardag og Grikklandi á mánudag.

Hér að neðan má sjá hópinn sem Willum valdi.

Markverðir:
Steinar Örn Gunnarsson (Fjölnir)
Albert Sævarsson (ÍBV)
Einar Hjörleifsson (Víkingur Ól)

Aðrir leikmenn:
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Magnús Þorsteinsson (Keflavík)
Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ól)
Heimir Þór Ásgeirsson (Víkingur Ól)
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
banner
banner
banner