Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   mið 26. janúar 2011 22:47
Matthías Freyr Matthíasson
Ólafur Örn: Erum að koma mönnum í líkamlegt stand
Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst við fá ágætis fyrri hálfleik og svo aðeins fjara undan þessu í seinni. Þetta er okkar annar leikur á undirbúningstímabilinu og menn eru aðeins að venjast því að koma inní stóra höll miðað við litlu höllina heima og ég vona bara að það verði stígandi í þessu frá leik til leiks. Það var allt í lagi á móti HK og fyrri hálfleikurinn var fínn í dag," sagði Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur eftir 3-1 tap gegn Keflavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

,,Nú fær maður aðeins að stjórna þessu meira. Þetta er annar leikurinn og maður breytir ekkert alltof miklu. Leikirnir eru í augnablikinu ekki algjör höfuðáhersla, það á eftir að koma mönnum í stand og vonast til að leikirnir spilist þannig að menn venjist betur hvað þeir eigi að gera."

,,En í augnablikinu er áhersla á að koma mönnum í líkamlegt stand og þetta er mjög góð æfing til þess, að spila og hlaupa. Við lítum á þetta mót sem jákvætt fyrir okkur, við fáum góða leiki og sjáum betur hvar við stöndum."


Ólafur Örn spilaði ekki með Grindavíkur liðinu í dag en kemur hann ekki til með að koma inn í liðið og spila?

,,Jú, ég reikna með að spila bara í Lengjubikarnum. Við erum aðeins að skoða aðra leikmenn. Skoða tvo hafsenta sem spiluðu í dag, þeir spiluðu ekki mikið í fyrra og við erum aðeins að sjá þá á móti góðum liðum eins og Keflavík og Breiðablik. Svo fer hópurinn að detta inn eftir þetta mót."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner