Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 26. janúar 2011 22:47
Matthías Freyr Matthíasson
Ólafur Örn: Erum að koma mönnum í líkamlegt stand
Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst við fá ágætis fyrri hálfleik og svo aðeins fjara undan þessu í seinni. Þetta er okkar annar leikur á undirbúningstímabilinu og menn eru aðeins að venjast því að koma inní stóra höll miðað við litlu höllina heima og ég vona bara að það verði stígandi í þessu frá leik til leiks. Það var allt í lagi á móti HK og fyrri hálfleikurinn var fínn í dag," sagði Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur eftir 3-1 tap gegn Keflavík í Fótbolta.net mótinu í dag.

,,Nú fær maður aðeins að stjórna þessu meira. Þetta er annar leikurinn og maður breytir ekkert alltof miklu. Leikirnir eru í augnablikinu ekki algjör höfuðáhersla, það á eftir að koma mönnum í stand og vonast til að leikirnir spilist þannig að menn venjist betur hvað þeir eigi að gera."

,,En í augnablikinu er áhersla á að koma mönnum í líkamlegt stand og þetta er mjög góð æfing til þess, að spila og hlaupa. Við lítum á þetta mót sem jákvætt fyrir okkur, við fáum góða leiki og sjáum betur hvar við stöndum."


Ólafur Örn spilaði ekki með Grindavíkur liðinu í dag en kemur hann ekki til með að koma inn í liðið og spila?

,,Jú, ég reikna með að spila bara í Lengjubikarnum. Við erum aðeins að skoða aðra leikmenn. Skoða tvo hafsenta sem spiluðu í dag, þeir spiluðu ekki mikið í fyrra og við erum aðeins að sjá þá á móti góðum liðum eins og Keflavík og Breiðablik. Svo fer hópurinn að detta inn eftir þetta mót."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner