Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 29. janúar 2011 20:38
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com | Kop.is 
Nýjasta nýtt af Torres: Treyja brennd, mynd í búning og Anelka
Mynd af Fernando Torres í Chelsea búningi sem hefur verið breytt í myndvinnsluforriti. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd af Fernando Torres í Chelsea búningi sem hefur verið breytt í myndvinnsluforriti. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Af netinu
Stuðningsmenn Liverpool bíða nú í ofvæni eftir fréttum af framherjanum dáða Fernando Torres sem í gærkvöld óskaði eftir verða seldur frá félaginu. Félagið tilkynnti þetta á vef sínum í gær og sagði einnig að beiðni hans hafi verið hafnað.

Síðan þá hefur ekkert nýtt komið formlega fram í málinu en ljóst að menn bíða einhverra frétta næstu daga allt þar til félagaskiptaglugginn lokar á mánudagskvöld.

Nýjustu fréttirnar eru þær að Goal.com segist hafa heimildir fyrir því að Liverpool sé í viðræðum við Chelsea um sölu á leikmanninum og vilji fá mun meira en 35 milljónir punda og Daniel Sturridge sem talið er að sé tilboðið sem Liverpool hafnaði frá Chelsea.

Goal.com segir nefnilega að Liverpool vilji fá 50 milljónir punda og franska framherjann Nicolas Anelka sem er 32 ára gamall og lék til skamms tíma með Liverpool.

Ýmsar spjallsíður fjalla um málefni Liverpool á internetinu en hér á Íslandi ber hæst bloggvefinn Kop.is sem er að slá öll met bloggvefja þessa dagana. Frá því frétt af beiðni Torres um að fara kom inn í gærkvöld hafa um 450 tjáð sig um fréttina 21 klukkustund síðar. Smelltu hér til að fara á Kop.is.

Meðal þess sem þar má sjá er myndband af íslenskum stuðningsmönnum Liverpool sem hafa þegar játað sig sigraða í málinu og brenndu keppnistreyju merkta Torres í dag en myndbandið má sjá hér að neðan. Þá má einnig sjá mynd af Torres í Chelsea treyju, hún er þó ekki ósvikin, heldur unnin í myndvinnsluforriti. Þá mynd má sjá hér hægra megin í fréttinni.

Þá er skondinn vinkill í málinu að Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði fimm mörk fyrir AZ Alkmaar í hollensku deildinni í kvöld er þegar kominn í umræðuna en áður en leiknum lauk var búin til Wikipedia síða um Kolbein og hann sagður hugsaður sem eftirmaður Torres í Liverpool. Smelltu hér til að sjá Wikipedia síðuna.


banner
banner