Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. febrúar 2011 09:38
Hafliði Breiðfjörð
Liverpool sendir sjö þjálfara til Íslands
Frá Tungubökkum.
Frá Tungubökkum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Afturelding hefur náð samkomulagi við Liverpool um að enska knattspyrnufélagið verði með knattspyrnuskóla á Tungubökkum í Mosfellsbæ 7.-9.júní næstkomandi.

Samningur félaganna er til fimm ára og því verður knattspyrnuskóli Liverpool í Mosfellsbæ næstu árin.

Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim og leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga, en barna- og unglingastarf Liverpool hefur alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard.

Liverpool sendir sjö af þjálfurum sínum til Íslands og lögð er höfuðáhersla á að allir þátttakendur á námskeiðinu verði undir stjórn þjálfara frá Liverpool. Hver þjálfari Liverpool mun stýra hópi með 16 börnum og til aðstoðar verða þjálfarar Aftureldingar, sem munu m.a. sjá um að túlka á íslensku. Sérstakur æfingahópur verður fyrir markmenn.

Námskeiðið í sumar er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 6-12 ára (5.-7. flokkur). Á þremur sólarhringum seldist upp á námskeiðið en unnið er að því að fá fleiri þjálfara frá Liverpool, svo enn er tekið við skráningum á biðlista.

Verð á hvern þátttakanda er 15.000 krónur. Námskeiðið stendur yfir frá kl 10 - 15 alla dagana og innifalið er morgunhressing og hádegisverður.

Hægt er að skrá sig á biðlista með með því að senda tölvupóst á [email protected].
banner
banner
banner