Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. febrúar 2011 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail | Vefur Liverpool 
Spilar 'töframaðurinn' Raheem Sterling með Liverpool í kvöld?
<b>Raheem Sterling fagnar marki með Liverpool á mánudaginn.</b><br>,,Við erum búnir að fá barnfóstru fyrir hann á hótel liðsins í kvöld og hann er að læra heima áður en hann fer að sofa!''<br>Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool á fréttamannafundi í gær.
Raheem Sterling fagnar marki með Liverpool á mánudaginn.
,,Við erum búnir að fá barnfóstru fyrir hann á hótel liðsins í kvöld og hann er að læra heima áður en hann fer að sofa!''
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool á fréttamannafundi í gær.
Mynd: Getty Images
<b>Sterling í leiknum gegn Southend</b><br>,,Ég hef séð hann lenda í tæklingum frá stórum gaurum og hann stendur bara upp og heldur áfram. Enginn leikaraskapur. Hann er lítill en gerður úr granít.''<br> Steve Gallen yfirmaður unglingastarfs QPR.
Sterling í leiknum gegn Southend
,,Ég hef séð hann lenda í tæklingum frá stórum gaurum og hann stendur bara upp og heldur áfram. Enginn leikaraskapur. Hann er lítill en gerður úr granít.''
Steve Gallen yfirmaður unglingastarfs QPR.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir að hafa eytt janúarmánuði í að reyna að kaupa sterka leikmenn til félagsins hefur Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool komist að því að hann átti einn gullmola sem var þegar í herbúðum þess og tilbúinn að valda usla.

Þetta er hinn 16 ára gamli Raheem Sterling sem óvænt var kallaður inn í leikmannahóp liðsins gegn Sparta Prag í Evrópu deildinni í kvöld eftir ótrúlegan leik með U18 ára liðinu á mánudaginn.

Sterling var frábær í leik U18 ára liðsins þegar hann skoraði fimm glæsileg mörk í 9-0 sigri á Southend. Myndband af mörkunum fimm má sjá neðar í fréttinni.

Fékk barnfóstru og látinn læra heima í gærkvöld
Sterling fór svo til Tékklands með liði Liverpool og er í leikmannahópnum í kvöld. Hann þarf samt að muna að hann er enn venjulegur skólastrákur og rækir skyldur sínar þar líka.

,,Við verðum bara skynsamir með krakkana. Ég sá einhverjar fréttir í blöðunum um hinn unga Raheem," sagði Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool á fréttamannafundi í gær.

,,Við erum búnir að fá barnfóstru fyrir hann á hótel liðsins í kvöld og hann er að læra heima áður en hann fer að sofa! Við sjáum til þess að hann missi ekki af neinum lærdómi."

,,Við þurfum ekki að hugsa um væntingar neinna annarra en okkar sjálfra. Það eruð þið sem eruð að blása þetta upp úr öllu valdi,"
bætti hann við í samtali við fréttamennina í Tékkalandi.

Kallaður Raheem Park Rangers því hann bar lið QPR uppi
Sterling lék einmitt í treyju númer 7 í leiknum á mánudaginn sem for fram á Anfield, treyju sem Dalglish gerði sjálfur garðinn frægan í á sínum tíma. Dalglish var í stúkunni og heillaðist svo mjög að hann valdi í aðalliðið um leið. Ef Sterling spilar íkvöld verður hann yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins, 16 ára og 71 daga og slær met Jack Robinson í lokaumferðinni gegn Hull í fyrra en hann var 16 ára og 250 daga.

Sterling hafði verið keyptur til Liverpool frá Queens Park Rangers fyrir tæpu ári síðan, 27. febrúar 2010.

,,Við vissum alltaf að hann væri góður," er haft eftir Steve Gallen yfirmanni unglingastarfs QPR í Daily Mail í dag. ,,Hann hafði mörg gælunöfn þegar hann spilaði fyrir okkur, eitt af þeim var einfaldlega 'töframaðurinn'. Annað var 'Raheem Park Rangers', því stundum bar hann liðið einn uppi."

,,Þegar hann var 14 ára færði ég hann upp í U16 ára liðið og hann var besti leikmaðurinn á vellinum. Hann kom inná sem varamaður gegn Millwall og það kom langur bolti frá markverðinum. Hann horfði á hann skoppa yfir axlirnar og þrumaði svo beint í þaknetið. Ég var ánægður því það voru engir njósnarar á vellinum þá."

,,Þetta varð svo venjulegt. Hæfileikar hans er óttalegir. Stöðugleikinn, hraðinn, skilningurinn. Ég get ekki líkt honum við neinn sem ég hef séð. Hann er frábær leikmaður og ég vona að hann standi sig vel."


14 ára og lék sér að þýskum andstæðingu í U18 ára liðinu
Sterling þótti alltaf lítill eftir aldrei en þegar hann var 14 ára var hann látinn fara með U18 ára liðinu í keppnisferð til Þýskalands og kom inná sem varamaður í einum leik og vakti strax lukku.

,,Allir sögðu, 'sjáið þennan litla strák sem þeir eru að setja inná', en þetta var sýning. Hann lék sér alveg að þeim. 14 ára götustrákur frá Harlesden."

Sterling hafði ungur að árum yfirgefið Jamaíka og flutt til norð-vestur London þar sem Nadine móðir hans ól upp börnin sín fjögur í lítilli íbúð og vann langa daga sem hjúkrunarkona.

Lítill en gerður úr granít
Hann fór í Copland skólann sem er við Wembley og sá þangað yfir úr skólunum. 14 ára gamall var hann tekinn úr skóla á þriðjudögum og látinn æfa með aðalliði QPR.

,,Hann átti erfiða æsku á þessum slóðum og margt sem truflaði en kannski hjálpar það til með hugarfarið hans. Utan vallar er hann rólegur yndislegur drengur en hann hefur viðhorf innra með sér sem maður sér bara inni á vellinum," sagði Gallen.

,,Ég hef séð sé drengi í U16 ára liði Englands ganga um eins og þeir eigi landið en hann er ekki þannig. Hann er einbeittur að því að vinna. Ég hef séð hann lenda í tæklingum frá stórum gaurum og hann stendur bara upp og heldur áfram. Enginn leikaraskapur. Hann er lítill en gerður úr granít."

Svaf ekki á nóttunni útaf sölunni á Sterling
Liverpool keypti Sterling á hálfa milljón punda fyrir ári síðan en upphæðin mun svo hækka eftir því hvernig honum gengur og ef hann verður seldur áfram.

Dalglish var þegar að vinna í akademíunni þegar Sterling kom til félagsins og hefur því unnið með honum áður og veit vel hvað hann er að fá.

,,Við gerðum allt til að halda honum," sagði Gallen. ,,Það voru vonbrgiði að missa hann en ég held að umboðsmenn hans hafi áttað sig á að það væru peningar í þessu. Ég svaf ekki á nóttunni útaf þessu. Ég er viss um að einhver hjá félaginu var ánægður með tékkann en ekki ég. Þetta endaði á að drengurinn kom og sagðist vilja fara. Ég áttaði mig á að við höfum tapað honum og varð að sjá til þess að hann færi til besta félagsins."

Þrátt fyrir að Sterling hafi verið orðaður við fjölda félaga segir Gallen að Fulham og Liverpðool hafi verið einu félögin sem lögðu fram tilboð. Hann spilaði svo í fyrsta sinn með aðalliðinu í æfingaleik gegn Borussia Monchengladbach á æfingatímabilinu í sumar.

Sjáðu mörkin fimm á mánudaginn:

banner
banner
banner