Heimild: Yahoo

Núna er ég í Liverpool treyjunni. Það væri áhugavert að sjá liðið í mínum búningi.. haha.. :) Það myndi klárlega líta vel út.. :P
Caroline Wozniacki besta tenniskona heims á Twitter.
Caroline Wozniacki besta tenniskona heims á Twitter.
Caroline Wozniacki sem er besta tenniskona heims í dag fer ekki leynt með áhuga sinn á knattspyrnufélaginu Liverpool.
Hún eignaðist á dögunum áritaða Liverpool treyju frá Steven Gerrard fyrirliða liðsins og hefur hana alltaf nærri.
Þannig mætti hún í treyjunni í upphitun fyrir fjórðungsúrslitin í Opna kvennamótinu í Qatar á dögunum.
Hún hefur lengi stutt Liverpool og hefur verið dugleg að segja frá þeim áhuga á Twitter.
Þar sagði hún einmitt af Steven Gerrard treyjunni og birti mynd af sér í henni. Á fimmtudag sagðist hún svo vera tilbúin að mæta á tennisvöllinn í henni og stóð svo við það síðar um daginn.
Hér að neðan má sjá myndband af upphituninni.