Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. mars 2011 22:12
Davíð Örn Atlason
Heimild: BBC 
Sir Alex Ferguson: Vítaspyrnan var svo ódýr, guð minn almáttugur!
Ferguson vildi sjá rautt spjald á David Luiz í leiknum í kvöld.
Ferguson vildi sjá rautt spjald á David Luiz í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United var allt annað en sáttur með frammistöðu Martin Atkinson, dómara í leik liðsins gegn Chelsea í kvöld.

Chelsea vann leikinn 2-1 með marki úr vítaspyrnu þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Ferguson vildi meina að vítaspyrnan hefði verið rangur dómur en hann talaði ekki aðeins um störf dómarans. Hann sagði sitt lið hafa spilað vel að fyrra marki Chelsea undanskildu.

,,Við vörðumst mjög illa í fyrra markinu þeirra," sagði Ferguson eftir leikinn í kvöld.

,,En vítaspyrnan þeirra var svo ódýr, guð minn almáttugur!"

,,Við spiluðum mjög vel og áttum ekki skilið að tapa leiknum. Ákvarðanir hafa breytt leikjunum hérna (á Stamford Bridge) síðustu þrjú árin."


Ferguson vildi meina að David Luiz, leikmaður Chelsea hafi átt að fjúka útaf með rautt spjald.

,,Hann braut á Chicarito áður en hann fékk gula spjaldið, síðan braut hann á Rooney tveimur mínútum áður en þeir fengu vítaspyrnuna. Ég veit ekki af hverju hann var ennþá á vellinum. Leikmennirnir fengu marga dóma dæmda gegn sér í kvöld og þeir áttu það ekki skilið. Chelsea er ekki dottið úr leik í titilbaráttunni ef þeir fá svona dóma með sér."
banner
banner
banner
banner