Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. mars 2011 09:00
Magnús Már Einarsson
Hallur Kristján Ásgeirsson: Okkur vantar leikmenn
Kíkt á stemninguna hjá KH
Af æfingu hjá KH.
Af æfingu hjá KH.
Mynd: KH
Hallur Kristján Ásgeirsson þjálfari KH.
Hallur Kristján Ásgeirsson þjálfari KH.
Mynd: KH
Liðurinn "Hvað er að frétta?" er byrjaður að rúlla á nýjan leik hér á Fótbolta.net en þar skoðum við stemninguna hjá liðunum í 1, 2 og 3. deild karla.

Í dag skoðum við stemninguna hjá KH sem er nýtt 3.deildarlið sem er í samstarfi við Val. Hallur Kristján Ásgeirsson þjálfari liðsins og Ingi Björn Ágústsson svöruðu nokkrum spurningum í sameiningu.

KH
Erkifjendur: KR
Heimavöllur: Valsvöllurinn
Fyrirliði: Óskipað eins og er en Bjössi Hreiðars fær bandið ef að hann kemur til okkar
Þjálfari: Hallur K. Ásgeirsson
Hvernig er stemningin hjá KH fyrir komandi tímabil? Stemmingin er bara virkilega góð hjá okkur, við sem erum að standa í þessu erum farnir að bíða eftir því að snjórinn fari og að grasið fari að grænka, það má því segja að menn séu komnir með kítl í tærnar..

Tíðin hefur verið frekar leiðinleg eftir áramót og það hefur bitnað á okkur dáldið því að gervigrasið okkar er ekki upphitað, en menn hafa verið duglegir að fara bara í sjósund þegar völlurinn er off, til þess að hafa eitthvað að gera, enda stutt að fara og í sumar verður það regla að spila ungir vs gamlir einu sinni í viku og tapliðið fer í sjóinn.....

Hver var hugmyndin að stofnun félagsins? Ingi Björn Ágústsson, Ari Már Heimisson og Benedikt Emilsson ásamt fleirum hafa haldið utan um þetta lið síðustu misseri. Í fyrra var liðið í utandeild en þá var liðið blandað af Völsurum og einhverjum félögum í liðinu Fame sem hafði verið nokkur ár í utandeildinni.. Liðið spilaði í fyrsta sinn undir merkjum Vals síðasta sumar og hefur verið í samstarfi við Val síðan.

Ákveðið var svo í haust að fara með þetta dæmi lengra og skrá liðið í 3. deildina og fenginn var svo þjálfari á launum en menn höfðu verið að gera þetta launalaust í fyrra og meira bara svona til þess að vera að spríkla eitthvað.

Hallur K. Ásgeirsson varð fyrir valinu en hann er einnig að þjálfa í yngri flokkum Vals. Með þessari ráðningu tryggðum við okkur einn markahæsta mann íslandsmóts frá upphafi sem spilandi þjálfara.

Er liðið í miklu samstarfi við Val? Já við erum í góðu samstarfi við Val. Valur reynir að gera allt það sem við biðjum um og við höfum tekið að okkur t.d gæslu á leikjum og dómgæslu í yngri flokkum félagsins og þessi samvinna hefur gengið slysalaust, við spilum einnig í Valsbúningum.

Hvernig er liðið byggt upp? Hópurinn sem við erum með í dag er pínulítill en flestir okkar eru Valsmenn, aldurinn er misjafn hjá leikmönnum, við erum með mann sem er 41 ára og svo erum við með 20 ára stráka, svo þetta er bara bland í poka. Kjarninn sem við höfum er sterkur en okkur vantar pínu uppá eins og er en við erum að vinna í þeim málum.

Hvernig er undirbúningstímabilinu háttað hjá ykkur? Við æfum 3x í viku eins og er en hugmyndin er sú að fara að auka við okkur, við munum því fara að æfa oftar í viku þegar vorar. Við höfum magnaða aðstöðu og getum í raun leyft okkur að æfa eins mikið og við viljum en við ákváðum að fara rólega af stað..

Við tókum nokkrar æfingar í desember og á einni æfingunni vorum við með 47 leikmenn, þá hafði það spurst út að við værum að fara að senda lið í 3 deildina.

Meðal leikmanna fjöldi á æfingum í des voru 32-34, sem var auðvitað alltof mikið, en við ákvöðum að leyfa öllum að prófa, síðan ákvað þjálfarinn að velja um jólin 22 leikmenn til þess að mæta í janúar, slatti af þeim mönnum lét ekki sjá sig aftur, sennilega voru þarna leikmenn sem voru bara að halda sér í formi en voru hjá öðrum klúbbum, þannig að við höfum ekki verið margir að æfa eftir áramót.. Svo höfum við verið mjög óheppnir með meiðsli, það eru td nokkir frá með langvarandi meiðsli..

Hvert er markmið sumarsins hjá ykkur? Markmiðið fyrir hvern leik er að vinna hann, þannig að við hljótum að stefna hátt

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um: Félagið er svo nýtt að það er ekki kominn tími á neitt þannig, ég skal svara ykkur eftir ár og þá lofa ég að vera með eitthvað krassandi :)

Ég get reyndar tekið þar fram að flestir leikmenn KH eru ekki bara Valsarar heldur líka Liverpool menn :) Það væri því gott að fá nokkra United menn eða Nallara til þess að fá meira þras og hörku á æfingarnar ...

Eitthvað að lokum? Það hefur alltaf virkað best að tala bara hreint út, staðan hjá okkur er þannig að okkur vantar leikmenn, nú er bara rétt rúmlega vika í fyrsta leik í deildarbikar og við erum með mjög sterka leikmenn til staðar en okkur vantar aðeins uppá, mig langar því að hvetja leikmenn sem eru að leita sér að liði að kíkja til okkar, aðstaðan er mögnuð og við höfum allt til alls.

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Hall þjálfara í síma: 848 8842..

Við viljum þakka fotbolta.net fyrir frábæra síðu og við viljum óska öllum velfarnaðar fótboltasumarið 2011 og þá kannski sérstaklega Íslenska landsliðinu U 21..

Sjá einnig:
Eldra efni úr "Hvað er að frétta?"
banner
banner
banner