Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 31. mars 2011 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sports Illustrated 
Styrktaraðilar Liverpool vilja fjárfesta í asískum leikmönnum
Mynd: Getty Images
Bankinn sem styrkir Liverpool vill að félagið farið að kaupa fræga asíska leikmenn.

Gavin Laws, framkvæmdastjóri Santard Chartered bankans, segist vona að Liverpool fari að kaupa leikmenn frá Asíu til að styrkja markaðsstöðu sína þar.

,,Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að Liverpool komi sér betur inn í asíska leikmannamarkaðinn, það eru til mjög góðir leikmenn þar, augljósasta dæmið er Park Ji-Sung sem er hjá Manchester United," sagði Laws.

,,Markaðurinn í Asíu og Mið-Austurlöndunum virkar þannig að fólkið heldur með þeim liðum sem samlandar þeirra leika með. Fólk er mjög stolt af leikmönnum frá sínu landi.

,,Ef leikmaður frá, til dæmis Dúbaí, myndi spila leik í úrvalsdeildinni á Englandi þá myndi allt Dúbaí fylgjast með þeim leik."

banner
banner