Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 25. apríl 2011 06:00
Hörður Snævar Jónsson
Redknapp: Við eigum heima í topp fjórum
Harry Redknapp stjóri Tottenham segir að liðið eigi heima á meðal efstu fjögurra liða í ensku úrvalsdeildinni en þau sæti gefa þáttökurétt í Meistaradeildinni.

Spurs er í fimmta sæti og er í baráttu við Manchester City um fjórða sætið.

,,Við eigum heima í topp fjórum," sagði Redknapp.

,,Við fórum illa með City á fyrsta degi tímabilsins en gátum ekki unnið. Við höfum gert jafntefli við efstu liðinu og það er leikir sem við gátum unnið. Við getum keppt við alla."
banner