Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 30. maí 2011 23:30
Björn Steinar Brynjólfsson
Umfjöllun: Grindavíkingar nældu sér í þrjú kærkomin stig
Robert Winters er búinn að stimpla sig inní íslensku deildina með glæsilegu marki
Robert Winters er búinn að stimpla sig inní íslensku deildina með glæsilegu marki
Mynd: Grindavík
Alexander skorar hér með flottum töktum úr vítaspyrnu.
Alexander skorar hér með flottum töktum úr vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Yacine Si Salem skoraði og getur verið sáttur með sitt framlag á vellinum í kvöld
Yacine Si Salem skoraði og getur verið sáttur með sitt framlag á vellinum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Það var í nógu að snúast hjá Srdjan Rajkovic í kvöld
Það var í nógu að snúast hjá Srdjan Rajkovic í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Grindavík 4 - 1 Þór
1-0 Robbie Winters (´1)
2-0 Yacine Si Salem (´9)
3-0 Jóhann Helgason (´35)
4-0 Alexander Magnússon (´70)
4-1 Ingi Freyr Hilmarsson (´84)

Grindavík tók móti Þór í kvöld en bæði lið eru í neðri hlutanum í Pepsi-deildinni.

Fyrsta færið lét sjá sig nánast áður en að leikurinn byrjaði og það var mark á 1. mínútu leiksins. Þórsarar byrjuðu með boltann, létu hann ganga á milli sín og voru komnir á hægri kantinn og vann Paul Mcshane boltann og gaf boltann fyrir og var enginn nálægt boltanum nema Robert Winters og hann var ekkert að tvínóna við hlutina og hamraði boltanum með vinstri fæti í hægra hornið.

Heimamenn stimpluðu inn öðru marki á 9 mínútu. Grindavík áttu aukaspyrnu á hægri kantinum og var Yacine Si Salem sem náði boltanum og var yfirvegaður og vippaði yfir Srdjan Rajkovic í markinu. Virkilega vel gert hjá Yacine Si Salem sem að verður ekki með í næsta leik þar sem hann er að fara gifta sig.

Þórsarar voru ekki langt frá því að minnka muninn þegar að kom langur bolti frá Aleksandar Linta upp völlinn og leit út fyrir að Orri Freyr Hjaltalín væri með boltann en hann hitti ekki boltann og var Sveinn Elías Jónsson snöggur að þefa boltann uppi og ætlaði að lyfta boltanum yfir Óskar Pétursson í markinu en boltinn fór ekki nógu hátt og Óskar náði að verja.

Jóhann Helgason stimplaði sig inní leikinn á 35 mínútu eftir að hafa skorað úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Jóhann skaut lágum bolta í hornið þar sem að Srdjan Rajkovic var en ekki náði hann að komast í veg fyrir markið og 3-0 fyrir Grindavík eftir rúman hálftíma leik.

Í síðari hálfleik voru Þórsarar að gera sig líklega til að minnka muninn þegar að Sveinn Elías Jónsson átti fyrirgjöf af hægri kanti og var Gunnar Már Guðmundsson sem að skallaði boltann en boltinn var of laus á markið og Óskar ekki í vandræðum með það.

Á 70 mínútu kom fjórða mark heimamanna þegar að þeir fiskuðu víti. Alexander Magnússon tók aukaspyrnu við teigshornið hægra megin og sendi lágan bolta inní teig þar sem að Robbie Winters tók á móti boltanum og var það Atli Jens Albertsson sem að braut á honum í teignum. Alexander Magnússon náði að suða í Ólafi Erni Bjarnassyni þjálfara liðsins til þess að fá að taka vítið og fékk hann það. Alexander stillti sér á púnktinn og hleypur að boltanum og skorar með því að skjóta með vinstri löppinni utan fótar á meðan er hann búinn að draga hægri fótinn í skotstöðu en boltinn var löngu kominn í markið áður en hann kláraði skotið með hægri sem að hugsanlega plataði Srdjan Rajkovic í marki Þórsara.

Þórsarar voru mun líflegri þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum og náðu þeir að minnka muninn þegar að Ingi Freyr Hilmarsson fékk boltann fyrir utan teig og tók eina snertingu og átti fínt skot sem að fór í hægra hornið sem að Óskar náði ekki að koma í veg fyrir. Virkilega vel gert hjá Inga Frey sem að var nýkominn inná og var mjög sprækur.

Síðasta færi leiksins átti Michal Pospisil skalla í stöng eftir sendingu frá Alexander Magnússyni. Stuttu síðar flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson til leiks loka.

Aðstæður: Fínar smá strekkingur en minnkaði þegar leið á.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, góður
Áhorfendur: 407
Maður Leiksins: Alexander Magnússon







90mín Leik lokið hér í Grindavík þar sem að Heimamenn nældu sér í þrjú góð stig í neðri hlutar deildarinnar. Takk fyrir lesturinn og viðtöl og umfjöllunn koma síðar í kvöld.

90mín Gult spjald á Jóhann Helga Hannesson fyrir brot. Réttilega dæmt hjá Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni sem er búinn að vera góður.

90mín Það er bætt við þremur mínútum við venjulegan leiktíma

89mín Michal Pospisil átti skalla í stöngina eftir sendingu frá Alexander Magnússyni

84mín Mark!!!!! Ingi Freyr Hilmarsson var að skora með marki á vinstri kanti hann tók eina snertingu og skaut boltanum í hægra hornið niðri. Lítill vonar neisti fyrir Þórsara en svo gott sem unnið hjá heimamönnum.

77mín Atli Sigurjónsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en boltinn var laus og Óskar Pétursson var ekki í vandræðum með að grípa boltann.

74mín Aleksandar Linta er að fara útaf og inn kemur Ingi Freyr Hilmarsson

70mín Robbie Winters var að fara útaf og Magnús Björgvinsson var að koma inn

70mín Víti dæmt. Aukaspyrna var við hægra hornið boltinn var sendur lár með grasinu og Robbie Winters tekur við boltanum og Atli Jens Albertsson fer í hann og er talið réttilega dæmt. Alexander Magnusson stillir sér upp og skorar með miklum tilþrifum. Hann stillti sér upp beint á boltann og leit út fyrir að fara skjóta með hægri fæti en skiptir um fót í skrefinu og Srdjan fór í vitlaust í horn.

66mín Þórsarar skoruðu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Bogi Rafn Einarsson fer út og Ray Anthony Jónsson kemur inn

64mín Alexander Magnússon átti skot við hægra hornið við teiginn en boltinn átti viðkomu í varnarmann og fór rétt framhjá. Skipting hjá Dacid Diztl fer út og Ottó Hólm Reynisson inn

58mín Sveinn Elías Jónsson átti sendingu fyrir og var Gunnar Már Guðmundsson einn og óvaldaður og skallaði boltann en boltinn var laus og fór beint á Óskar í marki heimamanna

53mín Orri Freyr Hjaltalín var að fá gult spjald og Þórsarar fá aukaspyrnu á vinstri kantinum en ná ekki að ná ekki að nýta og heimamenn ná boltanum

49mín Robbie Winters á fyrsta færið með utanfótar skoti sem að fer beint í fangið á Srdjan Rajkovic.

46mín Jæja þá hefst síðari hálfleikur og það er skipting hjá Þórsurum Gísli Páll Helgason fer út og Atli Sigurjónsson kemur inn.

45mín Tvær mínútur í viðbót eru bættar við. Janez Vrenko fékk gult spjald fyrir brot. Og nú er búið að flauta til hálfleiks hér í Grindavík í flottum leik heimamanna. Býst ég við að Páll Viðar Gíslason láti einhverja ræðuna fylgja til sinna manna því þeir eru ekki með hausinn alveg rétt stilltann.

41mín Eitthver hræðsla er í leik Þórsara, Michal Pospisil náði einhvern veginn að taka boltann af tveimur varnar mönnum Þór við teiginn og var kominn í fínt færi en Srdjan Rajkovic varði missti boltann aðeins frá sér og var Óli Baldur Bjarnason sem að kom inn fyrir Jóhann Helgason náði að pota í boltann en Srdjan varði vel í þetta skiptið

36mín Jóhanni Helgasyni er svo skipt út eftir markið. Mér sýndist hann haltra aðeins þegar hann var að fara útaf

35mín Mark!!!!! Heimamenn með aukaspyrni á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig. Jóhann Helgason stillti sér upp og skaut boltanum lágt og fór boltinn á milli varnarveggsins og í markið. Heimamenn eru aldeilis að sýna Þórsurum hvar Davíð keypti Ölið

26mín Þórsarar í dauðafæri. Aleksandar Linta kom með langann bolta upp völlinn og var Orri Freyr Hjaltalín ætlaði að hreinsa ein hitti ekki boltann þá kom Sveinn Elías og náði boltanum og ætlaði að vippa yfir Óskar í markinu en boltinn fór ekki nógu hátt og Óskar varði.

24mín Sveinn Elías Jónsson var sloppinn í gegn hjá Þór en Óskar kom út á móti honum og varði og heimamenn náðu að hreinsa.

23mín Alexander átti fína skot tilraun þegar hann fékk boltann og lyfti honum upp og tók viðstöðulaust skot sem að fór yfir. Heimamenn náðu að krækja sér í hornspyrnu og kom há fyrirgjöf sem að Robbie Winters skallaði út og var Paul Mcshane með skot sem fór rétt yfir markið.

19mín Alexander Magnússon var að fá gult spjald fyrir tæklingu

18mínAleksandar Linta og Jamie McCunnie eru báðir komnir með gult spjald. Aleksandar fékk fyrir tæklingu en Jamie fékk fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að það var búið að flauta

12mín Paul Mcshane átti skot fyrir utan teig en boltinn hátt yfir. Heimamenn eru mun betri fyrstu mínúturnar. Kannski að fara aðeins yfir markið það var aukaspyrna á hægri kantinum sem að Jóhann Helgason tók og sendi boltann fyrir varnarmaður Þórs misreiknaði sig aðeins og var Yacin Si Salem snöggur að ná til boltans og vippaði yfir Srdjan í markinu. Snyrtilega gert hjá Yacine Salem

9mín Mark!!!!! Yacine Si Salem var að skora annað mark fyrir heimamenn eftir fast leikatriði

1mín Mark Þórsarar byrja með boltann og missa hann á hægri kantinum þar sem að Paul Mcshane gaf boltann fyrir enginn náði boltanum Robbie Winters hljóp á eftir boltanum rétt fyrir utan vítateig og tók hann með vinstri og smellti honum í netið óverjandi fyrir Srdjan Rajkovic í markinu... Ég ætla að taka það fram að Robbie skoraði á 29 sekúndu.

19:58 Núna fer þetta byrja leikmenn eru að takast í hendur og fyrirliðar eru að ræða saman um hvernig á að byrja þetta ásamt Vilhjálmur Alvar Þórarinsson Dómara leiksins.

19:50 Það fer að styttast í þetta, leikmenn eru farnir inní klefa og að gera sig klára í slaginn. Áhorfendur eru að tínast inná völlinn.

19:30 Menn eru byrjaðir að hita upp. Ég skrapp aðeins út úr fréttamanna stúkunni og ég verð að segja það að það var ekki hægt að hrópa húrra yfir hita.

19:25 Heimildir segja mér að Orri Freyr Hjaltalín muni vera í miðverðinum í kvöld og Jamie McCunnie kemur inná miðjuna

19:00 Verið margblessuð og sæl og velkomin á beina textalýsingu þar sem að Grindavík tekur á móti norðanmönnum Þórs.

Það er pínulítill vindur hérna og heiðskírt og völlurinn lítur bara mjög vel út.
Hérna eru byrjunarliðin í kvöld.

Michal Pospisil er kominn í byrjunarlið Grindavíkur. En hann skoraði 2 mörk í valitor bikarnum gegn hinu norðanliðinu KA um daginn. Gunnar Már Guðmundsson var líka á skotskónum í valitor bikarnum.

Grindavík:
1 Óskar Pétursson (M), 2 Jamie Patrick McCunnie, 4 Ian Paul McShane, 5 Bogi Rafn Einarsson, 6 Michal Pospisil, 7 Jóhann Helgason, 11 Orri Freyr Hjaltalín (F), 16 Ólafur Örn Bjarnason, 21 Yacine Si Salem, 22 Robert Winters, 25 Alexander Magnússon

Þór
1 Srdjan Rajkovic (M), 2 Gísli Páll Helgason, 3 Aleksandar Linta, 4 Gunnar Már Guðmundsson, 5 Atli Jens Albertsson, 6 Ármann Pétur Ævarsson, 8 Þorsteinn Ingason (F), 9 Jóhann Helgi Hannesson, 10 Sveinn Elías Jónsson, 15 Janez Vrenko, 17 Dávid Disztl

banner
banner
banner