Heimild: Sporting Life
Barcelona er við það ganga frá kaupum á Alexis Sanchez kantmanni Udinese ef marka má fréttir frá Spáni.
Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við fleiri stór félög eins og Manchester City, Inter og Juventus.
Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við fleiri stór félög eins og Manchester City, Inter og Juventus.
Sanchez vill ekki fara til Manchester City en umboðsmenn hans eiga nú í viðræðum við Barcelona um fimm ára samning.
Samkvæmt fréttum frá Spáni er líklegt að Barcelona muni bjóða 22,3 milljónir punda í Sanchez auk þess sem kantmaðurinn Jeffren mun fara til ítalska félagsins sem hluti af kaupverðinu.