Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2011 12:06
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Poulsen vill vera áfram hjá Liverpool
Christian Poulsen í leik með Liverpool í vetur. Hann vill spila áfram með liðinu á næstu leiktíð.
Christian Poulsen í leik með Liverpool í vetur. Hann vill spila áfram með liðinu á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Danski miðjumaðurinn Christian Poulsen segir að hann vilji vera áfram hjá Liverpool þvert á fréttir þess efnis að hann sé einn af nokkrum leikmönnum sem eru sagðir vera áf örum frá félaginu.

Poulsen kom til Liverpool í byrjun síðustu leiktíðar þegar Roy Hodgson keypti hann á fimm milljónir punda. Hann náði aldrei að heilla stuðningsmenn liðsins og spilaði lítið sem ekkert undir stjórn Kenny Dalglish eftir að hann tók við.

,,Þetta var virkilega langt tímabil. Ég kom hingað í ágúst og margt gerðist á tímabilinu, við fengum nýja eigendur og nýjan stjóra," sagði Poulsen á vef Liverpool. ,,Allan tímann var búningsklefinn virkilega góður á tímabili breytinga. Andrúmsloftið er alltaf betra þegar maður vinnur leiki en það er eðlilegt í fótbolta."

,,Á síðari hluta tímabilsins fundum við okkur sem lið og ég hlakka til að sjá hvernig Liverpool spilar á næstu leiktíð því ég held að það hafi orðið miklar breytingar á árinu svo við getum átt stöðugra tímabil og þá verður spennandi að sjá hvar við endum."

,,Ég er viss um að Kenny sé rétti maðurinn til að leiða Liverpool til árangurs í framtíðinni því að á þeim stutta tíma sem hann hefur verið hérna höfum við bara farið í eina átt og ég vona að það haldi áfram í framtíðinni."

,,Auðvitað hefði ég líka viljað spila svolítið meira, og það er mín von til framtíðar. Að koma til Liverpool og spila á Anfield hefur verið virkilega gott fyrir mig, en ég vona að ég muni eiga stærri augnablik í framtíðinni til að geta talað um í lok næstu leiktíðar. Ég vonast til að nálgast byrjunarliðið. Ég hef lagt hart að mér á æfingum á Melwood til að reyna að komast aftur í liðið og það er markmið mitt til framtíðar."

banner
banner
banner
banner
banner