De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 07. júlí 2011 15:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Alexander Doni verður leikmaður Liverpool á morgun
Liverpool er að ganga frá kaupum á markverðinum Alexander Doni frá Roma samkvæmt umboðsmanni hans.

Þessi 31 árs leikmaður neitaði upphaflegu samningstilboði en Liverpool kom þá með endurbætt samningsboð sem Doni ákvað að taka.

,,Við ættum að geta klárað þetta fyrir lok dags. Ég get staðfest að það er ekkert annað félag í spilunum," segir umboðsmaðurinn Ovidio Colucci.

Doni lék 172 leiki fyrir Roma en hann á tíu landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Hann hefur leikið fyrir Juventude, Cruzeiro, Santos og Corinthians í heimalandinu.

Hann mun keppa við Pepe Reina um markmannsstöðuna hjá Liverpool.
banner
banner