Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 17. júlí 2011 20:59
Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson: Stórskrítnar þessar reglur
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var erfitt og mikil barátta. Svo skiptir máli þetta atvik þegar Albert fær rautt og gerir þetta enn erfiðara," sagði Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV eftir 2-0 tap gegn Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld.

,,Ég er nokkuð sáttur við okkar leik en við nýtum ekki okkar yfirburði og okkar færi áður en atvikið á sér stað og eftir það finnst mér við skeinuhættari. Mér fannst við eiga fullt af fínum færum þó þeir ættu auðvitað sín líka. Svo virkaði þetta svolítið sprungið í lokin og Scotti bætti við flottu marki."

Albert Sævarsson markvörður ÍBV fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot snemma leiks. Hvað fannst Tryggva um það?

,,Ef þetta er brot þá er þetta víst rautt samkvæmt reglunum, stórskrítnar þessar reglur, þessi double sekt sem við fáum, víti og rautt og einum færri það sem eftir er af leiknum. Þetta virkaði voðalega saklaust, frekar eins og samstuð. En dómarinn var nær þessu en ég, ég var uppi á topp. En ef þetta var brot þá var þetta bara rautt."

Nánar er rætt við Tryggva í sjónvarpinu að ofan.
banner