Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. júlí 2011 12:32
Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir í Val (Staðfest)
Heldur betur óvænt tíðindi urðu í kvennaknattspyrnunni í dag þegar landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals. Hólmfríður samdi við félagið út tímabilið hjá Val eða þegar þátttöku liðsins í Meistaradeild kvenna lýkur í haust.

Þetta var tilkynnt á fréttamannafund í Valsheimilinu á Hlíðarenda en Hólmfríður kemur til félagsins frá Philadelphipa Independence í bandarísku atvinnukvennadeildinni.

Hún er 26 ára gömul og hefur alla jafna spilað á vinstri kantinum en fór að spila hinar ýmsu stöður eftir að hún fór til Bandaríkjanna og spilaði oftar en ekki sem bakvörður.

Hún hóf meistaraflokksferil sinn hér á landi árið 2000 og spilaði öll sín ár hér á landi með liði KR þar sem hún var út tímabilið 2008 utan ársins 2005 er hún lék með KR. Hún lék 128 leiki í deild og bikar með KR og skoraði í þeim 109 mörk áður en hún hélt til Svíþjóðar þar sem hún gekk til liðs við Kristianstad fyrir tímabilið 2009 en áður hafði hún leikið í skamman tima með Fortuna Hjörring í Danmörku.

Þaðan fór hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún hefur verið með Philadelphia Independence undanfarin tvö ár en er núna farin þaðan til Vals.

Hún á að baki 60 leiki fyrir A-landslið Íslands þar sem hún á fast sæti og hefur skorað í þeim 23 mörk.

Valur er að missa Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einardóttur í næsta mánuði þegar þær halda til náms í Bandaríkjunum. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu í haust og er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar auk þess sem þær komust í úrslit Valitor bikarsins í gær.

Rætt verður við Hólmfríði í sjónvarpi Fótbolta.net síðar í dag.
banner
banner
banner