Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 07. ágúst 2011 22:49
Björn Steinar Brynjólfsson
Ólafur Örn Bjarnason: Smá falldraugs lykt af þessu
Ólafur Örn í leik með Grindavík fyrr í sumar.
Ólafur Örn í leik með Grindavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindavíkur var tiltölulega sáttur með að hafa fengið eitt stig gegn Breiðablik í Pepsi deild karla, en liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hann var ósáttur með framlag sinna manna í fyrri hálfleik en ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Eins og leikurinn spilaðist tökum við alveg þetta stig. Eftir fyrstu tíu mínúturnar korterið í fyrri hálfleik var eins og menn ætluðu bara að gera þetta á skokkinu og þá er Breiðablik bara gott lið þegar þeir fá að spila. Við komum varla við boltann síðasta hálftímann í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik er allavega meiri kraftur og vilji þó að kappið sé stundum of mikið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Haukur Ingi Guðnason kom inn á fyrir Magnús Björgvinsson í hálfleik og frískaði það talsvert upp á sóknarleik Grindvíkinga.

„Það breytir bara ýmsu þegar menn eru vinnusamir og Haukur er þannig týpa að hann smitar út frá sér. Það sást allavega í seinni hálfleik að menn voru að reyna, en það er kannski smá falldraugs lykt af þessu einhvern veginn, menn eru svolítið tense og eru að taka slæmar ákvarðanir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner