Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 07. ágúst 2011 22:49
Björn Steinar Brynjólfsson
Ólafur Örn Bjarnason: Smá falldraugs lykt af þessu
Ólafur Örn í leik með Grindavík fyrr í sumar.
Ólafur Örn í leik með Grindavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindavíkur var tiltölulega sáttur með að hafa fengið eitt stig gegn Breiðablik í Pepsi deild karla, en liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hann var ósáttur með framlag sinna manna í fyrri hálfleik en ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Eins og leikurinn spilaðist tökum við alveg þetta stig. Eftir fyrstu tíu mínúturnar korterið í fyrri hálfleik var eins og menn ætluðu bara að gera þetta á skokkinu og þá er Breiðablik bara gott lið þegar þeir fá að spila. Við komum varla við boltann síðasta hálftímann í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik er allavega meiri kraftur og vilji þó að kappið sé stundum of mikið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Haukur Ingi Guðnason kom inn á fyrir Magnús Björgvinsson í hálfleik og frískaði það talsvert upp á sóknarleik Grindvíkinga.

„Það breytir bara ýmsu þegar menn eru vinnusamir og Haukur er þannig týpa að hann smitar út frá sér. Það sást allavega í seinni hálfleik að menn voru að reyna, en það er kannski smá falldraugs lykt af þessu einhvern veginn, menn eru svolítið tense og eru að taka slæmar ákvarðanir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.