Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. nóvember 2011 05:55
Elvar Geir Magnússon
Enski deildabikarinn: Tveir stórleikir í kvöld
Arsenal mun hvíla lykilmenn í kvöld.
Arsenal mun hvíla lykilmenn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir verða í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. 8-liða úrslitunum lýkur svo á morgun með leik Manchester United og Crystal Palace.

Chelsea og Liverpool eigast við á Stamford Bridge en Liverpool vann þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Glen Johnson skoraði þá sigurmarkið.

Arsenal og Manchester City mætast á Emirates. Fastlega má gera ráð fyrir því að bæði lið hvíli menn en Arsene Wenger mun líklega gefa Robin van Persie, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Abou Diaby frí í kvöld.

Leikir kvöldsins:
19:45 Cardiff - Blackburn
19:45 Chelsea - Liverpool (Beint á Stöð 2 Sport)
20:00 Arsenal - Man City (Beint á Stöð 2 Sport 3)
banner
banner
banner
banner
banner