Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. desember 2011 20:01
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða enska knattspyrnusambandsins 
Luis Suarez úrskurðaður í átta leikja bann
Suarez og Evra í leiknum í október síðastliðnum.
Suarez og Evra í leiknum í október síðastliðnum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Luis Suarez framherja Liverpool í átta leikja bann.

Suarez var ákærður fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra í leik Liverpool og Manchester United 15. október síðastliðinn.

Eftir yfirheyrslur hjá enska knattspyrnusambandinu í síðustu viku hefur Suarez núna verið úrskurðaður í átta leikja bann.

Úrúgvæinn þarf að auki að borga 40 þúsund pund í sekt eða um það bil 7,7 milljónir íslenskar krónur.

Liverpool fær 14 daga til að áfrýja leikbanninu en Suarez byrjar ekki að taka út sína refsingu fyrr en eftir þann tíma.

Ef Suarez áfrýjar mun hann ekki byrja að taka út leikbannið fyrr en eftir að áfrýjunin hefur verið tekin fyrir. Suarez verður því með Liverpool gegn Wigan á morgun sem og í öðrum leikjum sem eru eftir á þessu ári.

Suarez gæti síðan fengið ennþá lengra bann hjá enska knattspyrnusambandinu þar sem hann hefur einnig verið ákærður fyrir að sýna stuðningsmönnum Fulham fingurinn í leik í byrjun mánaðarins.
banner
banner
banner