Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. febrúar 2012 15:19
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Guardian 
Tímarit gert upptækt á Old Trafford vegna KKK gríns
Evra og Suarez  í leiknum í dag.
Evra og Suarez í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Lögregla í Manchester gerði upptæk þúsundir eintaka af stuðningsmannatímariti Manchester United, Red Issue fanzine, á leik liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinnií dag.

Ástæðan var Ku Klux Klan höfuðfat á baksíðu blaðsins með orðunum Suarez er saklaus.

Lögregla sagði að tímaritið hafi verið fjarlægt þar sem myndin sýndi kynþáttaníð og væri gert til að valda usla milli stuðningsmanna liðanna.

Blaðið var selt fyrir utan Old Trafford leikvang Manchester United og lögreglan sagðist grípa til viðeigandi aðgerða með saksóknaraembættinu gagnvart þeim sem seldu blaðið.

Lögregla vissi einnig af bolum sem voru seldir fyrir utan leikvanginn sem þóttu níðandi og gerði þá upptæka. Á meðan leik stóð sagði lögregla að þeir sem sæjust í þeim bolum yrðu að fara úr þeim og afhenda lögreglu.

Talsmenn tímaritsins sögðu við Guardian að þeir íhuguðu að fara í skaðabótamál vegna aðgerða lögreglu en Manchester United sagðist ekki þekkja til málsins.

Mikil umræða hefur verið undanfarna mánuði um mál Patrice Evra og Suarez. Sá fyrrnenfdi ásakaði þann síðarnefnda um kynþáttaníð. Suarez tók svo út 8 leikja bann vegna þessa.

Fyrir leik neitaði Suarez að taka í hönd Evra sem brást reiður við og reyndi að rífa í hönd hans. Uppákoma var einnig í göngunum í hálfleik þegar Evra reyndi að ná til Suarez og eftir leik fagnaði Evra gríðarlega og hljóp á eftir Suarez til að fagna 2-1 sigri fyrir framan hann og sauð þá allt uppúr.
Athugasemdir
banner