Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. febrúar 2012 16:27
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Heimasíða Man Utd 
Yfirlýsing Man Utd: Þökkum Liverpool fyrir afsökunarbeiðnina
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur þakkað Liverpool fyrir að biðjast afsökunar á framferði Luis Suarez í leik liðanna á Old Trafford í gær, en þetta kom fram í yfirlýsingu félagsins.

Luis Suarez setti svartan blett fyrir leik liðanna í gær þegar hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra, fyrirliða Manchester United. Úr því varð mikil dramatík, en leikurinn sjálfur varð ekki í sviðsljósinu, heldur atvikið fyrir leikinn.

Rio Ferdinand ákvað um leið að taka ekki hönd Suarez eftir að hafa séð atvikið og skapaði það mikla spennu fyrir leikinn.

Evra fagnaði svo innilega í leikslok og hljóp meðal annars í áttina að Suarez og fagnaði fyrir framan hann, leikmönnum Liverpool ekki til mikillrar skemmtunar. Phil Dowd, dómari leiksins þurfti að fjarlægja Evra svo allt fær ekki á annan endann.

Luis Suarez og Liverpool hafa beðist afsökunar á atvikinu, en Suarez viðurkenndi að hann gerði mistök og hefði réttilega átt að bjóða Evra hönd sína. Manchester United hefur nú þakkað félaginu fyrir afsökunarbeiðnina í yfirlýsingu sinni.

,,Manchester United þakkar Liverpool fyrir að biðjast afsökunar á atburðinum sem átti sér stað í leik liðanna í gær. Allir á Old Trafford vilja grafa málið og halda áfram. Saga þessara tveggja liða sýnir mesta árangur og ríg í sögu breska fótboltans og þeir sem elska félögin ættu að einblína á það í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner