Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mið 29. maí 2013 20:48
Magnús Þór Jónsson
Gunnar fór í markið: Tek þá stöðu sem býðst
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
,,Við stóðum vel í þeim í byrjun og fram eftir leiknum," sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson leikmaður Völsungs eftir 2-0 tap gegn Fylki í Borgunarbikarnum í kvöld.

Gunnar er varnarmaður en hann lék síðustu 25 mínúturnar í markinu eftir að Dejan Pesic þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

,,Ég hef gert þetta áður í bikar. Maður tekur bara þá stöðu sem býðst á vellinum, maður vill ekki setja á bekknum. Maður tekur bara þá stöðu sem maður fær."

Næsti leikur Völsungs er gegn Þrótti á laugardag. Verður Gunnar áfram í markinu þar?,,Ég veit það ekki, það kemur í ljós. Kannski finnum við einhvern annan markmann á Húsavík, þeir eru nokkrir."

Kjartan Páll Þórarinsson, varamarkvörður Völsungs, er sagður hafa samið við utandeildarlið í skiptum fyrir einn pylsupakka en Gunnar vill endurheimta hann.

,,Við þurfum bara að bjóða tvo þá, það sést á honum að hann hefur aðeins verið að borða pylsur," sagði Gunnar léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner