Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   mið 29. maí 2013 20:48
Magnús Þór Jónsson
Gunnar fór í markið: Tek þá stöðu sem býðst
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
,,Við stóðum vel í þeim í byrjun og fram eftir leiknum," sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson leikmaður Völsungs eftir 2-0 tap gegn Fylki í Borgunarbikarnum í kvöld.

Gunnar er varnarmaður en hann lék síðustu 25 mínúturnar í markinu eftir að Dejan Pesic þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

,,Ég hef gert þetta áður í bikar. Maður tekur bara þá stöðu sem býðst á vellinum, maður vill ekki setja á bekknum. Maður tekur bara þá stöðu sem maður fær."

Næsti leikur Völsungs er gegn Þrótti á laugardag. Verður Gunnar áfram í markinu þar?,,Ég veit það ekki, það kemur í ljós. Kannski finnum við einhvern annan markmann á Húsavík, þeir eru nokkrir."

Kjartan Páll Þórarinsson, varamarkvörður Völsungs, er sagður hafa samið við utandeildarlið í skiptum fyrir einn pylsupakka en Gunnar vill endurheimta hann.

,,Við þurfum bara að bjóða tvo þá, það sést á honum að hann hefur aðeins verið að borða pylsur," sagði Gunnar léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner