Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   lau 08. júní 2013 17:14
Magnús Már Einarsson
Nigel Quashie: Væri ekki verra ef ég hefði hjólastól
Nigel Quashie.
Nigel Quashie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það væri ekki verra ef ég hefði hjólastól til að komast í burtu," sagði Nigel Quashie þreyttur en léttur í bragði eftir 4-2 sigur BÍ/Bolungarvíkur á Fjölni í Grafarvogi í dag.

,,Svona sigrar gera mann þreytta, þetta var mikil vinna en strákarnir eiga hrós skilið. Þetta var fyllilega verðskuldað," bætti Quashie við en hann skoraði tvívegis í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  4 BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík skaust á toppinn með sigrinum í dag en liðið er með tólf stig eftir fimm umferðir.

,,Þú færð ekki þessi stig ef þú vinnur ekki fyrir þeim. Við erum með mikla vinnusemi í hópnum og þjálfarinn hefur sagt til hvers hann ætlast. Við eigum leikmenn sem geta komið inn ef það eru meiðsli og við eigum góða leikmenn í 2 og 3. flokki."

,,Ég kom til að hjálpa í unglingastarfinu og þeir sem sjá um það hafa unnið frábært starf. Liðsandinn er frábær hjá félaginu,"
sagði Quashie sem kann vel við sig á Vestfjörðum.

,,Það hefur allir gert sitt til að hjálpa mér að aðlagast, leikmennirnir, þjálfarinn og stjórnin. Þetta er fallegur staður og það er gott að vera búinn að aðlagast þannig að ég get farið brosandi í vinnuna á hverjum degi."

Quashie fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í leiknum í dag sem þýðir að hann er á leið í leikbann. Hann mun spila gegn ÍBV í Borgunarbikarnum á fimmtudag og taka síðan bannið út í þarnæsta leik gegn KF.

Í viðtalinu að ofan talar Quashie um gula spjaldið og margt fleira.
Athugasemdir
banner