Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 08. júní 2013 17:14
Magnús Már Einarsson
Nigel Quashie: Væri ekki verra ef ég hefði hjólastól
Nigel Quashie.
Nigel Quashie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það væri ekki verra ef ég hefði hjólastól til að komast í burtu," sagði Nigel Quashie þreyttur en léttur í bragði eftir 4-2 sigur BÍ/Bolungarvíkur á Fjölni í Grafarvogi í dag.

,,Svona sigrar gera mann þreytta, þetta var mikil vinna en strákarnir eiga hrós skilið. Þetta var fyllilega verðskuldað," bætti Quashie við en hann skoraði tvívegis í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  4 BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík skaust á toppinn með sigrinum í dag en liðið er með tólf stig eftir fimm umferðir.

,,Þú færð ekki þessi stig ef þú vinnur ekki fyrir þeim. Við erum með mikla vinnusemi í hópnum og þjálfarinn hefur sagt til hvers hann ætlast. Við eigum leikmenn sem geta komið inn ef það eru meiðsli og við eigum góða leikmenn í 2 og 3. flokki."

,,Ég kom til að hjálpa í unglingastarfinu og þeir sem sjá um það hafa unnið frábært starf. Liðsandinn er frábær hjá félaginu,"
sagði Quashie sem kann vel við sig á Vestfjörðum.

,,Það hefur allir gert sitt til að hjálpa mér að aðlagast, leikmennirnir, þjálfarinn og stjórnin. Þetta er fallegur staður og það er gott að vera búinn að aðlagast þannig að ég get farið brosandi í vinnuna á hverjum degi."

Quashie fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í leiknum í dag sem þýðir að hann er á leið í leikbann. Hann mun spila gegn ÍBV í Borgunarbikarnum á fimmtudag og taka síðan bannið út í þarnæsta leik gegn KF.

Í viðtalinu að ofan talar Quashie um gula spjaldið og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner