Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. júní 2013 09:00
Magnús Már Einarsson
Svanur Freyr: Grjótharður með fimm Leiknis tattoo
Hvað er að frétta af Fáskrúðsfirði?
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Svanur Freyr lyftir bikarnum eftir sigur Leiknis í Síldarvinnslubikarnum.
Svanur Freyr lyftir bikarnum eftir sigur Leiknis í Síldarvinnslubikarnum.
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Mynd: Leiknir Fáskrúðsfirði
Líkt og undanfarin ár mun Fótbolti.net kíkja á stemninguna hjá liðunum í neðri deildunum reglulega fram á haust í liðnum ,,Hvað er að frétta?"

Að þessu sinni skoðum við stemninguna hjá liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði sem er á toppnum í 3. deildinni með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Svanur Freyr Árnason fyrirliði Fáskrúðsfirðinga svaraði nokkrum spurningum.

Hvernig er stemningin hjá Leikni Fáskrúðsfirði þessa dagana? Stemmingin er mjög góð enda að byrja þetta mót nokkuð vel. Ekki skemmir svo fyrir að þjálfarateymið þ.e.a.s Daði og Ingimar eru hrikalega peppaðir.

Hvernig er liðið byggt upp? Liðið er auðvitað byggt utan um mig. Það má segja að ég sé eins og Gerrard fyrir Liverpool, potturinn og pannan í þessu. En grínlaust þá er liðið byggt upp af ungum mjög efnilegum fagmönnum sem nenna reyndar að væla frekar mikið og svo eldri kempum, þar ber helst að nefna ellismellina Vilberg markakóng og Óðinn sem byrjaði marki þegar engar slár voru á mörkunum.

Er stuðningurinn við liðið góður? Stuðningurinn er mjög góður og á held ég bara eftir að aukast ef við höldum áfram að gera góða hluti. Aðal stuðningsmaðurinn er samt Árni Óla (Pabbi minn) grjót harður með fimm Leiknis tattoo og tvö af þeim á sköflungnum.

Er byrjun ykkar framar vonum? Já og nei. Við vorum búnir að standa okkur vel í bæði lengjubikarnum og síldarvinnslubikarnum svo það var sjálfstraust og menn vissu alveg að við værum með gott lið. Fengum líka fínan skell í borgunarbikarnum áður en deildin hófst sem kom mönnum aðeins niður á jörðina.

Hvaða lið telur þú að verði að berjast um að komast upp í aðra deild? Það er svolítið erfitt að segja þar sem maður þekkir ekki öll liðin nógu vel. En eins og staðar er í dag myndi ég halda að þetta væru fjögur lið. Við, Fjarðabyggð, Huginn og Víðir. En Svo gætu Magni farið á fullt þegar þeir hætta þessu bikarævintýri.

Lýstu liðinu í einni setningu: geta vælt alveg ótrúlega útaf nýju rauðu sokkunum.

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um: Vallarþulurinn og skífuþeytarinn og einn aðal stuðningsmaður Leiknis ber nafnið Steinn Jónasson og spilar mix kassettur frá 1963 fyrir og eftir leiki.

Eitthvað að lokum? Ég er virkilega ánægður með aukna umfjöllun fotbolta.net á leikjum í 3.deildinni og finnst það vel að verki staðið. Einnig vil ég sérstaklega þakka Björgvini Stefáni Péturssyni varafyrirliða fyrir svara í símann þegar ég ætlaði að biðja hann um að ritskoða þetta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner