Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. júlí 2013 16:49
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild karla: Skástrikið lagði botnliðið örugglega
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
BÍ/Bolungarvík 4 - 1 Völsungur
1-0 Max Touloute ('3)
2-0 Ben J. Everson ('24)
3-0 Max Touloute ('26)
3-1 Hafþór Már Aðalgeirsson ('45)
4-1 Ben J. Everson ('79)
Rautt spjald: Halldór Fannar Júlíusson, Völsungur ('63)

Ben Everson og Max Touloute skoruðu öll mörk BÍ/Bolgunarvíkur er Vestfirðingar lögðu botnlið Húsvíkinga örugglega á Ísafirði.

Touloute skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og bætti Everson öðru marki við á 24. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Touloute sitt annað mark en gestunum tókst að minnka muninn rétt fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik fékk Halldór Fannar Júlíusson, leikmaður gestanna, að fjúka af velli en heimamenn bættu þó aðeins einu marki við í leikinn þegar Everson skoraði lokamark leiksins á 79. mínútu.

Skástrikið er fjórum stigum frá toppliði Víkings, rétt eins og Haukar og Fjölnir.
Athugasemdir
banner
banner