Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. nóvember 2013 14:20
Þórður Már Sigfússon
Solbakken vill fá Björn til Kaupmannahafnar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji enska 2. deildarliðsins Wolverhampton Wanderers, er undir smásjá danska stórliðsins FC Köbenhavn.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net hafa forráðamenn félaganna átt í óformlegum viðræðum um félagaskipti leikmannsins og má búast við því að þær komist á fullt skrið þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar.

Björn hefur engan veginn náð sér á strik með Wolves síðan hann gekk til liðs við félagið frá norska liðinu Lilleström fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.

Þá var Stale Solbakken, núverandi þjálfari Kaupmannahafnarliðsins við stjórnvölinn hjá Wolves og var Björn fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til liðsins.

Björn hefur leikið 52 deildarleiki með Wolves og einungis skorað í þeim sjö mörk en hann hefur ekki átt marga byrjunarliðsleiki með Wolves á þessu tímabili.

Kenny Jackett, þjálfari Wolves, telur sig hafa meiri not fyrir Björn á hægri kantinum en í framlínunni og mun leikmaðurinn vera talsvert ósáttur við það.

Auk FC Köbenhavn hafa lið frá Belgíu, Hollandi, Noregi og Svíþjóð einnig spurst fyrir um leikmanninn á undanförnum vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner