Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 13. júlí 2007 10:16
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sports Ticker 
Handtökuskipun gefin út á Kia Joorabchian
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.
Mynd: Getty Images
Mál Carlos Tevez og hugsanleg félagaskipti hans til Manchester United tóku nýja stefnu í morgun þegar fréttir bárust frá Suður Ameríku þess efnis að braislískur dómari hafi gefið út handtökuskipun á Kia Joorabchian ráðgjafa hans.

Brasilísk yfirvöld eru sögð hafa óskað eftir því við alþjóðalögregluna, Interpol, að þeir sjá til þess að Joorabchian verði handtekinn. Auk þess hefur verið gefin út handtökuskiptun á rússneska viðskiptajöfrinum Boris Berezovsky en handtökuskipunin er talin tengjast peningaþvotti hjá brasilíska liðinu Corinthians sem fyrirtæki Joorabchian, Media Sports Investment, MSI, á stóran hluta í.

Dómarinn, Fausto Martin de Sanctis er talinn hafa óskað eftir því að eigur félagsins yrðu frystar og hann mun einnig ætla að skoða félagaskipti félagsins milli landa sem meðal annars eru skipti Tevez og Javier Mascherano til West Ham.

Mascherano er nú kominn til Liverpool en óvíst er hver framtíð Tevez verður. Hann er enn leikmaður West Ham en Manchester United hafa mikinn hug á að fá hann til liðs við sig. Talið var að hann færi í læknisskoðun hjá Man Utd á miðvikudag en bæði West Ham og Man Utd segja það ekki rétt, þrátt fyrir að umboðsmaður Tevez fullyrði þetta.

Enska úrvalsdeildin ætlar að hindra félagaskipti Tevez til Man Utd nema meirihlutinn af kaupverðinu renni til West Ham en þetta er til að tryggja að þriðji aðili, Joorabchian, eigi Tevez sem er bannað.
Athugasemdir
banner
banner
banner