Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   fös 13. júlí 2007 11:56
Hafliði Breiðfjörð
Hugi Halldórsson tekur við þjálfun Stjörnunnar
Kvenaboltinn
Hugi Halldórsson tekur við þjálfun Stjörnunnar. Hér stýrir hann liðinu af hliðarlínunni í leik gegn Fylki á dögunum en Jóhannes Karl hafði fengið brottvísun.
Hugi Halldórsson tekur við þjálfun Stjörnunnar. Hér stýrir hann liðinu af hliðarlínunni í leik gegn Fylki á dögunum en Jóhannes Karl hafði fengið brottvísun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn sendu nú rétt fyrir hádegið frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því að Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins væri hættur með liðið í kjölfar taps gegn Fjölni í VISA bikarnum í gærkvöld og Hugi Halldórsson tekur við starfi hans.

Hugi sem er betur þekktur sem sjónvarpsmaður í Strákunum og 70 mínútum hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins og verður nú aðalþjálfari.

,,Gengi Stjörnunnar í sumar hefur verið undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðisins og forystumenn Stjörnunnar hafa því ákveðið að nú þegar nokkurt hlé verður á keppni í Landsbankadeild kvenna sem nú er u.þ.b. hálfnuð, sé rétti tíminn til að leita nýrra leiða við undirbúning liðsins fyrir átökin í seinni umferð Íslandsmótsins," sagði í yfirlýsingu Stjörnunnar og Jóhannesi var svo þakkað samstafið og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Stjarnan er í sjötta sæti Landsbankadeildar kvenna með 9 stig. Hafa unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur.
Athugasemdir
banner