Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 20. júlí 2007 14:21
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC | Sky 
Mun Heinze berjast fyrir félagaskiptum til Liverpool?
Gabriel Heinze.
Gabriel Heinze.
Mynd: Getty Images
BBC segir í dag að svo geti farið að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze muni berjast fyrir því að fá félagaskipti frá Manchester United til Liverpool í gegn en síðarnefnda félagið mun vera tilbúið til að reiða fram þá upphæð sem þarf til að kaupa hann undan samningi við Man Utd.

Upphæðin mun vera hærri en 6,8 milljónir punda sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum en upphæðin mun hafa verið staðfest í bréfi frá Man Utd til umboðsmanns Heinze. Ekkert er í bréfinu sem hindrar að Liverpool kaupi leikmanninn og BBC segir að hann gæti barist fyrir því að fá félagaskipti milli þessara tveggja erkiifénda. Uppgreiðsluupphæð samningsins er ekki í samningi Heinze, heldur aðeins í bréfinu sem umboðsmaður leikmannsins fékk frá félaginu.

Sir Alex Ferguon knattspyrnustjóri Man Utd hefur áður sagt að ekki komi til greina að selja Heinze til Liverpool og í samtali við Sky í dag útilokaði framkvæmdastjórinn David Gill einnig að hann færi til Arsenal eða Chelsea.

,,Við höfum hafnað þessu því þetta er Liverpool," sagði Gill um tilboð sem félagið fékk á mánudag. ,,Við myndum ekki selja til Liverpool, Arsenal eða Chelsea, og við höfum tilkynnt umboðsmanninum um það. Þetta sögðum við ekki í neinni óvissu, ég gæti ekki haft þetta skýrara."

,,Við gáfum honum hugmyndir um verð á leikmanninum og við gerðum umboðsmanninum það ljóst í bréfinu, en á fundinum sögðum við að við myndum ekki leyfa sölu til neinna af mótherjum okkar í deildinni hér. Við þurfum ekki að selja hann, hann á tvö ár eftir af samningi sínum. Ef það kæmi stórt tilboð úr öðru landi, þá myndum við ræða það innanbúðar og ræða það við leikmanninn og sjá hvað hann vill."

Athugasemdir
banner
banner
banner