Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. september 2007 12:11
Tómas Þór Þórðarson
Heimild: Sky 
Schuster: Liverpool stóla á óaðlandi fótbolta
Mynd: Getty Images
Nýráðinn þjálfari Real Madrid, Bernd Schuster hefur sagt að Liverpool verði ein mesta ógn þeirra í meistaradeildinni í ár. Hann segir þó enska liðið leiðinlegt og spila óaðlandi fótbolta.

Liverpool er eitt sigursælasta liðið í sögu meistaradeildarinnar. Þeir unnu síðast 2005 og komust í úrslitin í fyrra.

Þeir lögðu ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli í 16 liða úrslitum í fyrra en Schuster segir spilamennsku þeirra þar sýna hversu leiðinlegir þeir eru.

,,Liverpool stóla á óaðlandi fótbolta. Þeir eru leiðinlegt lið að spila við, sjáið bara hvernig þeir fóru með Barcelona í fyrra,” sagði Schuster við The Sun.

,,Ég set samt Liverpool á sama stall og AC Milan, sem okkar helstu andstæðinga í meistaradeildinni í ár. Þeir verða aldrei þreyttir á að vinna stóra titla.”

Um önnur ensk lið bætti Schuster við: ,,Ég væri mikið til í að sjóða saman sókn Manchester United og vörn Chelsea. Það væri fullkomið.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner