Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 08. september 2007 16:44
Hörður Snævar Jónsson
U-19 ára landslið Íslands vann Skotland
Guðmundur Kristjánsson til hægri skoraði annað mark Íslands og Rafn Andri Haraldsson (til vinstri) lék einnig með Íslendingum í dag
Guðmundur Kristjánsson til hægri skoraði annað mark Íslands og Rafn Andri Haraldsson (til vinstri) lék einnig með Íslendingum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Íslenska u-19 ára landsliðið vann Skotland 3-0 í æfingarleik í dag. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.

Það var Gylfi Sigurðsson leikmaður Reading sem kom Íslendingum yfir og Guðmundur Kristjánsson bætti öðru við áður en flautað var til hálfleiks.

Í síðari hálfleik skoraði Guðmundur Reynir Gunnarsson leikmaður KR og var það síðasta mark leiksins.

Liðin munu aftur mætast á mánudag en þá er leikið í Keflavík og hefst leikurinn klukkan 17:30.
Athugasemdir
banner
banner