Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. september 2007 19:04
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Umdeildustu ummæli Jose Mourinho á tíma sínum hjá Chelsea
Það var stutt á milli hláturs og gráturs hjá Mourinho
Það var stutt á milli hláturs og gráturs hjá Mourinho
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, einn umdeildasti stjórinn í sögu ensku Úrvalsdeildarinnar, yfirgaf Stamford Bridge í gærkvöldi eins og líklega flestir vita. Það er því vel við hæfi að líta á nokkur af ummælum hans sem sum voru heldur betur skrautleg.

Hvort sem þér líkaði vel eða illa við Mourinho er nokkuð ljóst að fáir efast um hæfileika hans sem knattspyrnustjóri, enda tapaði hann ekki leik á Stamforde Bridge á rúmlega þremur árum.


,,Ekki kalla mig hrokafullan, ég er Evrópumeistari og ég tel að ég sé 'sá sérstaki'."
Mourinho kynnir sig fyrir ensku pressunni þegar hann tók við stjórastöðunni hjá Chelsea sumarið 2004 en hann hafði þá unnið Meistaradeildina með Porto vorið áður.

,,Í seinni hálfleik var það flaut og flaut, brot og brot, svind og svindl. Dómarinn stjórnaði leiknum á einn hátt í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fengu þeir fjölda aukaspyrna. Ég veit að dómarinn gekk ekki einn inn í búningsklefann í hálfleik.“
Mourinho telur að Sir Alex Ferguson hafði áhrif á dómarann Neale Barry í undanúrslitaleik liðanna í deildarbikarnum í janúar 2005. Hann fékk fimm þúsund pund í sekt frá enska knattspyrnusambandinu..

,,Ég trúði því ekki þegar ég sá Rijkaard gangi inn í búningsklefa dómarans. Ég var ekki hissa á því þegar Drogba var rekinn útaf. Það er eitthvað sem segir mér að Collina dæmi í London, sá besti í heimi. Fullkominn dómari með persónuleika og gæði.“
Mourinho segir frá því að Frank Rijkaard stjóri Barcelona fór inn í búningsklefa dómarans Anders Frisk í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar 2005. Hann fékk tveggja leikja bann og níu þúsund evrur í sekt frá UEFA

,,Ég fann kraftinn á Anfield, það var frábært. Ég fann líka að það hafði ekki áhrif á leikmennina mína en kannski hafði það áhrif á annað fólk og kannski hafði það áhrif á úrslit leiksins. Þú ættir að spurja línuvörðinn af hverju hann gaf markið. Til þess að gefa mark þarf allur boltinn að vera kominn yfir línuna og hann verður að vera 100% viss um að boltinn sé allur kominn yfir línuna.“
Mourinho segir að aðstoðardómarinn í seinni leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2005 sá ekki skot Luis Garcia fara yfir marklínuna.

,,Þetta var auðvitað ekki rautt spjald og í annað sinn þurfum við að spila í 55,60 mínútur einum færri og leikurinn er allt öðruvísi. Ég ætti ekki að tala um leikinn, vegna þess að leikurinn var ekki leikur.“
Mourinho segir brottvísun Asier Del Horno ástæðu þess að Chelsea tapaði fyrri leik liðsins gegn Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar 2006.

,,Við höfum spilað við þá fjórum sinnum á tveimur tímabilum. Þegar það voru ellefu leikmenn gegn ellefu hafa þeir aldrei unnið okkur. Það er raunveruleikinn.“
Eftir 1-1 jafntefli á Nou Camp sem sendi Barca samanlagt 3-2 í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar árið 2006.

,,Markmaðurinn hélt á boltanum, rennur sér og leikmaður númer 10 getur ekki náð boltanum. Hann fer með hnéð í andlitið á honum.“
Mourinho ásakar miðjumanninn Stephen Hunt hjá Reading að hafa meitt markvörðinn Petr Cech viljandi í leik liðanna í október 2006.

,,Það er ekki möguleiki á að Manchester United fá dæmda vítaspyrnu á sig og það er ekki möguleiki á að Chelsea fá vítaspyrnu. Ef einhver refsar mér fyrir að segja sannleikann, þá er það endir lýðræðisins. Við förum aftur á gömlu tímana.“
Mourinho var ósáttur eftir að hans menn fengu ekki vítaspyrnu í leik gegn Newcastle en daginn áður hafði United fengið dæmda umdeilda vítaspyrnu í leik gegn Middlesbrough á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner