Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. febrúar 2008 18:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AFP 
Benítez brjálaður yfir að Torres er frá í 10 daga
Fernando Torres.
Fernando Torres.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool er ósáttur við að Fernando Torres framherji liðsins verði ekki með í leiknum gegn Chelsea um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í leik með spænska landsliðinu.

,,Fernando fór í skoðun okkar lækna þegar hann sneri aftur á Melwood. Röntgenmyndataka staðfesti þeirra niðurstöðu að hann hafi rifið lærisvöðva í hægri fæti. Fernando verður frá keppni í um tíu daga," sagði Ian Cotton talsmaður Liverpool á vefsíðu félagsins.

Rafael Benítez var síður en svo sáttur við þetta og er helst af öllu ósáttur við landsleikjahléið sem kom í byrjun og fram í miðja vikuna.

,,Meiðslin eru að minnsta kosti ein vika, það er ekki hægt að spila eftir svona meiðsli, það er mikil áhætta. Hann spilar ekki gegn Chelsea," sagði Benítez.

,,Við erum með þrjá stórleiki á tíu dögum í þremur mismunandi keppnum og höfum misst aðal markaskorarann okkar. Það er erfttt að vera rólegur yfir þessu, þetta var enn einn landsleikurinn á sama tíma og það er annríki fyrir félögin á þessum tíma tímabilsins."

,,Það er nógu klikað að þeir fari og æfi öðruvísi, borði öðruvísi og vinni eftir öðrum hugmyndum. Svo meiðast þeir."


Benítez er einnig ósáttur við Argentínu sem heimtuðu að Javier Mascherano ferðaðist í leik gegn Los Angeles á miðvikudag. ,,Allir vináttuliekir ættu að vera einmitt það, það er ekki hægt að spila gegn Guatemala í Los Angeles eins og Argentína gerði, það er brjálæði. Allt í lagi, þeir unnu 5-0, en Javier verður ekki með okkur fyrr en á föstudag."
Athugasemdir
banner
banner
banner