Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   lau 22. mars 2008 21:29
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Capello minnkar landsliðshópinn: Robinson kallaður inn
Fabio Capello.
Fabio Capello.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga hefur minnkað 30 manna hóp sinn sem mætir Frökkum í París á miðvikudag niður í 23 manna og David Beckham heldur sæti sínum í hópnum. Þvi gæti farið svo að hann spili sinnn 100. landsleik á miðvikudag.

Jermaine Jenas leikmaður Tottenham sem skoraði fyrsta markið undir stjórn Capello gegn Sviss í febrúar missir sæti sitt í hópnum eins og þeir Gabriel Agbonlahor, Ashley Young, Shaun Wright-Phillips, David Wheater og Jermain Defoe. Þá detta Scott Carson og Matthew Upson út vegna meiðsla.

Paul Robinson markvörður Tottenham kemur inn í hópinn í stað Carson.

Markmenn:
David James (Portsmouth), Paul Robinson (Tottenham Hotspur), Chris Kirkland (Wigan Athletic)

Varnarmenn:
Wayne Bridge (Chelsea), Wes Brown (Manchester United), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Manchester United), Glen Johnson (Portsmouth), Joleon Lescott (Everton), John Terry (Chelsea), Jonathan Woodgate (Tottenham Hotspur)

Miðjumenn:
Steven Gerrard (Liverpool), Gareth Barry (AstonVilla), Owen Hargreaves (Manchester United), Joe Cole (Chelsea), David Bentley (Blackburn Rovers), Frank Lampard (Chelsea), David Beckham (LA Galaxy), Stewart Downing (Middlesbrough)

Framherjar:
Michael Owen (Newcastle United), Wayne Rooney, (Manchester United), Peter Crouch (Liverpool), Theo Walcott (Arsenal)
Athugasemdir
banner
banner
banner