Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 23. mars 2008 18:32
Davíð Örn Atlason
Heimild: BBC 
Benitez: Mascherano hélt að hann hefði ekki gert neitt rangt
Mascherano fær hér að lýta rauða spjaldið umdeilda
Mascherano fær hér að lýta rauða spjaldið umdeilda
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpol varði Javier Mascherano, leikmann liðsins í viðtali eftir 3-0 tapleik gegn Manchester United.

Mascherano fékk tvö gul spjöld í leiknum og það seinna vegna mótmæla.

,,Mascherano var hissa af því að hann hélt að hann hefði ekki gert neitt," sagði Benitez.

,,Ryan Babel heyrði allt og hann sagði mér að Mascherano hefði bara verið að spyrja af hverju Fernando Torres hefði fengið gult spjald."

Benitez sagði þó að Mascherano hefði gert mistök þegar að hann mótmælti gula spjaldinu hans Torres.

,,Hann brást svona við af því að hann var hissa. Ég sagði honum að róa sig. Hann gerði mistök þegar að hann mótmælti dómnum. Eftir að hann fór útaf þá var leikurinn svo gott sem búinn," sagði Rafa Benitez.
Athugasemdir
banner
banner