Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 24. mars 2008 13:02
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Mascherano: Spurði bara hvað væri í gangi
Mascherano fær að líta rauða spjaldið í gær.
Mascherano fær að líta rauða spjaldið í gær.
Mynd: Getty Images
Javier Mascherano miðvallarleikmaður Liverpool skilur ekkert í því afhverju hann var rekinn af velli í stórleiknum gegn Manchester United á Old Trafford í gær en biður liðsfélaga sína afsökunar.

Mascherano fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir að sýna Steve Bennett dómara leiksins vanvirðingu en hann hljóp 20 metra leið til að spyrja afhverju Fernando Torres liðsfélagi hans hafi fengið áminningu og var svo lengi að fara af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.

,,Ég veit ekki afhverju ég var rekinn af velli," sagði Mascherano við Liverpool Echo.

,,Ég spurði dómarann hvað væri að gerast. Ég blótaði ekki, ég var ekki árásargjarn og ég fór ekki alveg upp við hann. Það eina sem ég gerði var að spyrja hvað væri að gerast, ekkert annað."

,,Svo þegar hann sýndi mér annað gult spjald og rak mig af velli trúði ég því ekki. Ég bið liðsfélaga mína afsöknar því þetta varð til þess að við vorum aðeins tíu og það gerði þetta allt erfiðara fyrir okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner